Fótbolti

Witsel fylgdi í fótspor Hulk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Witsel í leik með belgíska landsliðinu.
Witsel í leik með belgíska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Rússnesku meistararnir í Zenit frá St. Pétursborg voru duglegir á félagaskiptamarkaðnum í gær en auk Hulk keypti liðið belgíska miðjumanninn Axel Witsel.

Þeir eru sagðir hafa kostað rússneska félagið 40 milljónir evra hvor eða um 6,2 milljarða króna. Tilkynnt var um kaupin á Hulk snemma í gærkvöldi og svo bættist Witsel í hópinn síðar um kvöldið.

Witsel er 23 ára gamall miðjumaður sem á 30 leiki að baki með belgíska landsliðinu. Hann kom til Benfica í fyrra frá Standard Liege en Hulk kom einnig frá portúgölsku liði, Porto.

Zenit keppir í C-riðli Meistaradeildar Evrópu með Malaga, Anderlecht og AC Milan. Zenit hefur einnig verið á höttunum eftir Nani, leikmanni Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×