Enski boltinn

Carroll snýr mögulega aftur til Liverpool í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska götublaðið The Sun fullyrðir að Andy Carroll hafi krafist þess að setja klásúlu í lánssamning Liverpool við West Ham um að hann gæti snúð til baka til fyrrnefnda félagsins strax í janúar.

Samningurinn gildir til loka leiktíðarinnar og hafa forráðamenn West Ham þegar lýst því yfir að þeir hafa engan áhuga á að missa Carroll í janúar, jafnvel þótt að hann hafi meiðst í fyrsta leik sínum með liðinu um síðustu helgi.

Carroll átti þá frábæran leik í 3-0 sigri á Fulham en tognaði aftan í læri í síðari hálfleik. Hann verður frá keppni næstu sex vikurnar.

Samkvæmt The Sun mun Carroll vera staðráðinn í því að sanna fyrir Brendan Rodgers, stjóra Liverpool, að hann eigi heima í liðinu.

Það er þó fullyrt í greininni að Rodgers hafi ekki haft neinn áhuga á að nota Carroll og tilkynnt honum að hann myndi ekki alltaf komast í hóp hjá sér, hvað þá í byrjunarliðið.

Liverpool er þó í miklu basli vegna skorts á sóknarmönnum. Félaginu mistókst að kaupa framherja á lokadegi félagaskiptagluggans og hefur Rodgers staðfest að hann hefði ekki leyft Carroll að fara til West Ham hefði hann vitað hvað í stefndi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×