Innlent

Ógnaði stjúpföður sínum með hnífi

Átján ára gamall piltur hefur verið ákærður fyrir að ráðast á stjúpföður sinn í Reykjanesbæ í nóvember.

Pilturinn réðst á stjúpföður sinn og kýldi hann að lágmarki tvisvar í höfuðið með krepptum hnefa, tók hann hálstaki og sneri hann í gólfið, með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli í baki, brjósti og hnakka og hruflaðist.

Þá er hann sakaður um að hafa ráðist aftur á stjúpföður sinn með 21 sm löngu blaði í eldhús íbúðarinnar, otað hnífnum með ógnandi hætti að honum og hótað honum lífláti. Maðurinn komst undan piltinum með því að læsa sig inni í baðherbergi, en hann stakk þá hnífnum í gegnum baðherbergishurðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×