Hermann ætlar að spila frítt fyrir Portsmouth Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2012 11:57 Hermann Hreiðarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty Hermann Hreiðarsson er ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna og ætlar að hjálpa sínum gömlu félögum í Portsmouth í ensku C-deildinni í vetur. Portsmouth á í miklum fjárhagserfiðleikum, getur ekki borgað nein laun og því mun Hermann spila frítt með liðinu. Þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. Fjölskylda Hermanns er að flytja heim til Íslands en hann verður áfram í Englandi í vetur. „Ég fer út og þarf að ganga frá ýmsum lausum endum. Ég er að taka þjálfararéttindin og það eru þó nokkrir dagar sem ég þarf að skila í september og október. Ég kem til með að vera þennan tíma úti og svo ætla ég að æfa með Portsmouth," segir Hermann. „Ég hef ákveðið að hjálpa þeim því þeir eiga ekki krónu og vantar eiganda. Ég ætla að mæta á svæðið og sjá hvort að það vanti ekki leikmann," sagði Hermann. „Ég var þarna í fimm ár og finnst hundleiðinlegt að sjá hvar klúbburinn er staddur. Ég þekki vel til innan klúbbsins og maður mætir á æfingar og reynir að gefa eitthvað af sér. Ef þeir sjá ástæðu til að nota mann þá væri það frábært," sagði Hermann. „Ég tek bara einn mánuð í einu því ég held að þeir megi bara semja við leikmenn í einn mánuð í einu. Ég tek einn mánuð til að byrja með og vonandi mun síðan einhver peningamaður veita klúbbnum einhverja hjálp. Vonandi tekst að stilla klúbbinn af og koma honum þar sem hann á að vera," sagði Hermann. „Ég átti frábært samband við áhorfendur þarna og þegar ég fór til Coventry þá var það snubbóttur endir. Ég vildi þá bara spila fótbolta og koma mér í stand. Þetta er kjörið tækifæri til að fá að kveðja þá með sæmd," sagði Hermann. Hjörtur spurði hann hreint út hvort að hann ætlaði að spila frítt. „Já, það er engin spurning. Maður hefði bara gaman að því að sjá hvort klúbburinn geti ekki komist í gott stand og menn fari að reka þetta eins og almennilegt fyrirtæki," sagði Hermann. „Ég er í fínu standi og meðan svo er þá reyni ég að spila aðeins lengur. Maður byrjar á því að skrifa undir eins mánaða samning og ef að maður er að skila einhverju til liðsins þá verður maður lengur. Það er ekkert langtíma plan í gangi," sagði Hermann. Hermann segir það ekki hafa komið til greina að spila á Íslandi í sumar af því að hann var ekki klár að spila. „Stefnan var alltaf að taka eitt ár úti í viðbót," sagði Hermann. Hermann varð bikarmeistari með Portsmouth árið 2008 og spilaði 102 deildarleiki með félaginu frá 2007 til 2011. Portsmouth er eitt af sjö félögum sem hann hefur spilað með í Englandi en hin eru Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic og Coventry City. Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Sjá meira
Hermann Hreiðarsson er ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna og ætlar að hjálpa sínum gömlu félögum í Portsmouth í ensku C-deildinni í vetur. Portsmouth á í miklum fjárhagserfiðleikum, getur ekki borgað nein laun og því mun Hermann spila frítt með liðinu. Þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. Fjölskylda Hermanns er að flytja heim til Íslands en hann verður áfram í Englandi í vetur. „Ég fer út og þarf að ganga frá ýmsum lausum endum. Ég er að taka þjálfararéttindin og það eru þó nokkrir dagar sem ég þarf að skila í september og október. Ég kem til með að vera þennan tíma úti og svo ætla ég að æfa með Portsmouth," segir Hermann. „Ég hef ákveðið að hjálpa þeim því þeir eiga ekki krónu og vantar eiganda. Ég ætla að mæta á svæðið og sjá hvort að það vanti ekki leikmann," sagði Hermann. „Ég var þarna í fimm ár og finnst hundleiðinlegt að sjá hvar klúbburinn er staddur. Ég þekki vel til innan klúbbsins og maður mætir á æfingar og reynir að gefa eitthvað af sér. Ef þeir sjá ástæðu til að nota mann þá væri það frábært," sagði Hermann. „Ég tek bara einn mánuð í einu því ég held að þeir megi bara semja við leikmenn í einn mánuð í einu. Ég tek einn mánuð til að byrja með og vonandi mun síðan einhver peningamaður veita klúbbnum einhverja hjálp. Vonandi tekst að stilla klúbbinn af og koma honum þar sem hann á að vera," sagði Hermann. „Ég átti frábært samband við áhorfendur þarna og þegar ég fór til Coventry þá var það snubbóttur endir. Ég vildi þá bara spila fótbolta og koma mér í stand. Þetta er kjörið tækifæri til að fá að kveðja þá með sæmd," sagði Hermann. Hjörtur spurði hann hreint út hvort að hann ætlaði að spila frítt. „Já, það er engin spurning. Maður hefði bara gaman að því að sjá hvort klúbburinn geti ekki komist í gott stand og menn fari að reka þetta eins og almennilegt fyrirtæki," sagði Hermann. „Ég er í fínu standi og meðan svo er þá reyni ég að spila aðeins lengur. Maður byrjar á því að skrifa undir eins mánaða samning og ef að maður er að skila einhverju til liðsins þá verður maður lengur. Það er ekkert langtíma plan í gangi," sagði Hermann. Hermann segir það ekki hafa komið til greina að spila á Íslandi í sumar af því að hann var ekki klár að spila. „Stefnan var alltaf að taka eitt ár úti í viðbót," sagði Hermann. Hermann varð bikarmeistari með Portsmouth árið 2008 og spilaði 102 deildarleiki með félaginu frá 2007 til 2011. Portsmouth er eitt af sjö félögum sem hann hefur spilað með í Englandi en hin eru Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic og Coventry City.
Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Sjá meira