Enski boltinn

West Brom stoppaði Everton og Michu skorar enn - úrslitin í enska í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth McAuley fagnar hér marki sínu.
Gareth McAuley fagnar hér marki sínu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Swansea City og Everton töpuðu bæði sínum fyrstu stigum í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en Spánverjinn Miguel Michu heldur þó áfram að skora fyrir Swansea og skoraði jöfnunarmark liðsins í dag.

Swansea City og Sunderland gerðu 2-2 jafntefli í Wales þar sem Swansea-liðið lék manni færri síðustu tuttugu mínútur leiksins eftir að Chico fékk beint rautt spjald. Swansea var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína undir stjórn Danans Michael Laudrup.

Steven Fletcher kom Sunderland tvisvar yfir í sínum fyrsta leik með félaginu en Swansea tókst að jafna leikinn í bæði skiptin. Miguel Perez Cuesta Michu, markhæsti leikmaður deildarinnar skoraði jöfnunarmarkið og hefur þar með skora í fjögur mörk í fyrstu þremur umferðunum.

West Bromwich Albion gengur vel á móti liðunum úr Bítlabænum því liðið vann Liverpool 3-0 í 1. umferðinni og vann síðan 2-0 sigur á Everton í dag. Everton var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína en Shane Long og Gareth McAuley skoruðu mörk WBA í dag og fyrir vikið eru Albion-menn í þriðja sæti deildarinnar.

Peter Crouch tryggði Stoke 2-2 jafntefli á móti Wigan á útivelli en Stoke-liðið hefur gert jafntefli í þremur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.



Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:

West Ham - Fulham 3-0

1-0 Kevin Nolan (1.), 2-0 Winston Reid (29.), 3-0 Matthew Taylor (42.)

Swansea City - Sunderland 2-2

0-1 Steven Fletcher (40.), 1-1 Wayne Routledge (45.+2), 1-2 Steven Fletcher (45.+7), 2-2 Miguel Perez Cuesta Michu (66.)

Tottenham - Norwich City 1-1

1-0 Moussa Dembélé (68.), 1-1 Robert Snodgrass (85.)

West Bromwich - Everton 2-0

1-0 Shane Long (65.), 2-0 Gareth McAuley (82.)

Wigan - Stoke 2-2

1-0 Shaun Maloney, víti (5.), 1-1 Jonathan Walters, víti (40.), 2-1 Franco di Santo (49.), 2-2 Peter Crouch (76.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×