Enski boltinn

Benteke í læknisskoðun hjá Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Christian Benteke, 21 árs gamall sóknarmaður sem hefur verið líkt við Didier Drogba, er á leið í læknisskoðun hjá Aston Villa.

Forráðamenn Villa hafa verið á höttunum eftir Benteke í nokkurn tíma en nokkuð hefur borið á milli aðila í viðræðum um kaupverð. Aðilar eru sagðir hafa sæst á sjö milljónir punda.

Benteke er á mála hjá Genk í Belgíu og skoraði átján mörk í 33 leikjum á síðasta tímabili. Félagið er sagt hafa viljað fá um ellefu milljónir punda fyrir kappann.

Benteke skoraði sín fyrstu mörk með belgíska A-landsliðinu fyrr í mánuðinum þegar hann skoraði tvívegis í 4-2 sigri á Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×