Enski boltinn

Essien fer til Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Real Madrid tilkynnti nú í kvöld að Michael Essien leiki með liðinu til loka tímabilsins sem lánsmaður frá Chelsea.

Essien var fyrr í dag orðaður við Arsenal en ekkert varð úr þeim félagaskiptum. Fregnir bárust svo af því að Lassana Diarra væri á leið til rússneska félagsins Anzhi. Forráðamenn Real brugðust við með því að fá Essian frá Chelsea.

Essien kom til Chelsea árið 2005 en hefur mátt glíma við meiðsli undanfarin misseri og því fengið lítið að spila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×