Enski boltinn

Walcott sá næsti á förum frá Arsenal? - samningaviðræður ganga illa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott grínast á æfingu.
Theo Walcott grínast á æfingu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Theo Walcott gæti orðið næsti stjörnuleikmaður Arsenal sem yfirgefur félagið eftir að samningaviðræður við leikmanninn sigldu í strand. Walcott er á síðasta ári núverandi samnings síns en er í viðræðum um nýjan fimm ára samning.

Arsenal hefur þegar selt Robin van Persie og Alex Song í sumar og það er möguleiki að selja einnig Theo Walcott fái félagið á bilinu 12 til 15 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Englandsmeistarar Manchester City hafa áhuga á því að kaupa þennan 23 ára landsliðsmann en Roberto Mancini er "bara" búinn að kaupa einn leikmanna í sumar (Jack Rodwell frá Everton) og það þykir ekki mikið á þeim bænum.

Mancini er að leita sér að nýjum vængmanni eftir að Adam Johnson fór til Sunderland og ekkert varð að kaupum City á Scott Sinclair frá Swansea City.

Liverpool hefur einnig áhuga á Walcott sem hefur verið í herbúðum Arsenal síðan að hann kom þangað frá Southampton í janúar 2006.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×