Innlent

Vill sjá fjárfestingu í nýsköpun

BBI skrifar
Kristján Freyr Kristjánsson er framkvæmdastjóri frumkvöðlasetursins Innovit.
Kristján Freyr Kristjánsson er framkvæmdastjóri frumkvöðlasetursins Innovit. Mynd/Valli
Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri Innovit, hvetur lífeyrissjóði og fjársterka aðila til að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir aldrei fyrr hafa verið jafnmikið af nýjum viðskiptatækifærum fyrir fjármagnseigendur á Íslandi.

Greinin er öðrum þræði svar við fréttum þess efnis að lífeyrissjóðir hefðu ekki áhuga á fjárfestingum í nýsköpun vegna áhættu. Kristján segir að vissulega felist meiri áhætta í nýjum fyrirtækjum en ávinningurinn sé þeim mun meiri ef vel tekst til.

Kristján bendir fjárfestum á fjárfestadag sem haldinn verður næsta föstudag og Vísir sagði frá í gær. Þar munu tíu íslensk sprotafyrirtæki kynna afrakstur sumarsins en þau hafa í sumar fengið ráðgjöf frá fjölda sérfræðinga og forstjóra í verkefni sem nefnist Startup Reykjavík.

„Þetta eru raunveruleg viðskiptatækifæri sem eiga fyrir höndum langt og strangt ferðalag. En spurningin sem eftir stendur er: Hverjir treysta sér með?" segir Kristján í lok greinarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×