Innlent

Skoppa og Skrítla komu í heimsókn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skoppa og Skrítla, sem eru fastir gestir á Stöð 2 Krakkar, komu í Skaftahlíðina, þar sem Stöð 2 er send út, til að kynna sér breytingarnar sem verða á sjónvarpsstöðinni í vetur. Ein helsta breytingin er sú að ný barnastöð mun fara í loftið, auk tveggja annarra stöðva.

„Þetta eru mjög líklega mestu breytingar sem hafa orðið á Stöð 2 frá upphafi," sagði Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365, í dag í tilefni af breytingunum.

Nýju stöðvarnar eru Stöð 2 Krakkar, Popptíví og Stöð 2 Gull, en Stöð 2 Extra fer aftur á móti yfir í Netfrelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×