Barcelona hefur áhuga á Arsenal-miðjumanninum Alex Song og það er ekki að heyra annað en að Arsène Wenger, stjóri Arsenal, sé tilbúinn að selja annan lykilmann liðsins á stuttum tíma. Alex Song er 25 ára Kamerúnmaður sem hefur verið hjá Arsenal síðan að hann var 17 ára gamall.
Robin van Persie er búinn að ganga frá fjögurra ára samningi við Manchester United og Thomas Vermaelen hefur tekið formlega við fyrirliðabandinu. Það hafa samt fáir spilað lengur fyrir Wenger í Arsenal-liðinu í dag en einmitt Song.
Alex Song átti frábært tímabil í fyrra þar sem hann var með 11 stoðsendingar á félaga sína af miðjunni og ásamt Van Persie var hann einn af aðalástæðunum fyrir því að Arsenal spilar í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.
Arsène Wenger útilokaði það ekki á blaðamannafundi í dag að Song færi frá félaginu en eins var að heyra á franska stjóranum að fleiri leikmenn gætu verið á leiðinni til félagsins. „Þetta getur bæði gerst," sagði Wenger og bætti við:
„Miðjan er sú staða á vellinum þar sem ég hef mesta frjálsræðið til að taka ákvarðanir," sagði Wenger en hann býst við að bæði Abou Diaby og Jack Wilshere komi sterkir inn eftir meiðsli. Nuri Sahin hefur líka verið orðaður við Arsenal og er líklegur kostur fari Song til Barcelona.
Wenger: Alex Song gæti líka verið á förum frá Arsenal
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Luiz Diaz til Bayern
Fótbolti



Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní
Íslenski boltinn

