Enski boltinn

Guardian: Gylfi á lista yfir mest spennandi sögur tímabilsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson lék með Swansea í ensku úrvalsdeildinni síðari hluta síðustu leiktíðar.
Gylfi Þór Sigurðsson lék með Swansea í ensku úrvalsdeildinni síðari hluta síðustu leiktíðar. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jacob Steinberg, blaðamaður Guardian, hefur tekið saman lista yfir tíu mest spennandi sögurnar til að fylgjast með í ensku úrvalsdeildin á þessu tímabili en deildin fer af stað á morgun. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson kemst á listann hjá Steinberg en hann mun væntanlega spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Tottenham á morgun þegar Spurs-liðið heimsækir Newcastle.

Jacob Steinberg skrifar í pistli sínum að það verði ekki eins mikið áfall fyrir Tottenham að missa Luka Modric eins og margir halda af því að félagið er búið að fá Gylfa. Steinberg er á því að Gylfi sé ekki með eins mikla stjórn á boltanum og Króatinn en hann bæti það upp í því hversu beinskeyttur hann sé. Steinberg segir ennfremur að langskot Gylfa muni gleðja stuðningsmenn Tottenham í vetur.

Tíu mest spennandi sögur tímabilsins að mati Guardian:

1. Shinji Kagawa

2. Rodgers-byltingin hjá Liverpool

3. Gylfi Þór Sigurðsson

4. Þróun mála hjá Newcastle

5. Enginn Alex McLeish hjá Aston Villa

6. Endurkoma Southampton í deildina

7. Að fylgjast með Sergio Agüero

8. Getur Wigan gert þetta einu sinni enn?

9. Er Steve Clarke maður í stjórastólinn

10. Upprisa Fernando Torres

Það er hægt að lesa pistil Jacob Steinberg með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×