Versta byrjun Liverpool í 75 ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2012 00:01 Jonas Olsson brýtur á Luis Suarez. Nordicphotos/Getty Liverpool steinlá 3-0 á útivelli gegn West Brom í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem hófst í dag. Daniel Agger fékk rauða spjaldið hjá gestunum í síðari hálfleik. Brendan Rodgers stýrði liði Liverpool í fyrsta skipti í dag og litu gestirnir ágætlega út í jöfnum fyrri hálfleik. Luis Suarez fékk fínt færi eftir hálftíma leik en skalli hans af stuttu færi fór yfir markið. Á 43. mínútu komust heimamenn yfir. Zoltan Gera fékk þá boltann utan teigs. Ungverjinn tók boltann á brjóstkassann, leyfði honum að skoppa einu sinni áður en hann hamraði boltann efst í markhornið. Stórkostlegt mark og heimamenn kátir. Eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik versnaði útlitið hjá Liverpool. Daniel Agger var þá vísað af velli fyrir að brjóta á Shane Long sem sloppinn var einn í gegn. Pepe Reina gaf gestunum þó von þegar hann varði afar slaka spyrnu Írans. Jamie Carragher kom í kjölfarið inn á fyrir Stewart Downing sem heldur áfram að valda stuðningsmönnum Liverpool vonbrigðum. Gestirnir höfðu hins vegar varla náð að endurskipuleggja leik sinn þegar Phil Dowd, ágætur dómari leiksins, benti aftur á punktinn. Í þetta skiptið gerði Martin Skrtel sig sekan um klaufaskap þegar Long stal boltanum af honum. Slóvakinn sparkaði óviljandi í Long sem féll og ekkert annað í stöðunni en að dæma víti. Í þetta skiptið beið Long átektar á meðan Peter Odemwingie stillti boltanum upp. Nígeríumaðurinn hamraði boltann í vinstra hornið frá sér séð og staða heimamanna góð. Belginn Romelu Lukaku kom inn á um miðjan síðari hálfleikinn hjá West Brom. Hann fór strax illa með Carragher og lagði upp dauðafæri fyrir James Morrison sem skaut framhjá. Belginn skoraði með skalla nokkrum mínútum síðar eftir sendingu Liam Ridgewell. Fyrsta mark Lukaku fyrir West Brom en framherjinn er í láni frá Chelsea. Steve Clarke, stjóri West Brom, gat fagnað sætum sigri en Skotinn var í þjálfarateymi Liverpool á síðustu leiktíð er landi hans Kenny Dalglish réð gangi mála. Ljósu punktarnir hjá gestunum var frammistaða Luis Suarez sem skapaði sér færi án þess að nýta þau. Þá leit Joe Allen vel út í rauða búningnum og greinilega mikill styrkur fyrir Liverpool. Tap Liverpool er versta tap félagsins í efstu deild síðan árið 1937 er liðið lá 6-1 á útivelli gegn Chelsea. Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Liverpool steinlá 3-0 á útivelli gegn West Brom í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem hófst í dag. Daniel Agger fékk rauða spjaldið hjá gestunum í síðari hálfleik. Brendan Rodgers stýrði liði Liverpool í fyrsta skipti í dag og litu gestirnir ágætlega út í jöfnum fyrri hálfleik. Luis Suarez fékk fínt færi eftir hálftíma leik en skalli hans af stuttu færi fór yfir markið. Á 43. mínútu komust heimamenn yfir. Zoltan Gera fékk þá boltann utan teigs. Ungverjinn tók boltann á brjóstkassann, leyfði honum að skoppa einu sinni áður en hann hamraði boltann efst í markhornið. Stórkostlegt mark og heimamenn kátir. Eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik versnaði útlitið hjá Liverpool. Daniel Agger var þá vísað af velli fyrir að brjóta á Shane Long sem sloppinn var einn í gegn. Pepe Reina gaf gestunum þó von þegar hann varði afar slaka spyrnu Írans. Jamie Carragher kom í kjölfarið inn á fyrir Stewart Downing sem heldur áfram að valda stuðningsmönnum Liverpool vonbrigðum. Gestirnir höfðu hins vegar varla náð að endurskipuleggja leik sinn þegar Phil Dowd, ágætur dómari leiksins, benti aftur á punktinn. Í þetta skiptið gerði Martin Skrtel sig sekan um klaufaskap þegar Long stal boltanum af honum. Slóvakinn sparkaði óviljandi í Long sem féll og ekkert annað í stöðunni en að dæma víti. Í þetta skiptið beið Long átektar á meðan Peter Odemwingie stillti boltanum upp. Nígeríumaðurinn hamraði boltann í vinstra hornið frá sér séð og staða heimamanna góð. Belginn Romelu Lukaku kom inn á um miðjan síðari hálfleikinn hjá West Brom. Hann fór strax illa með Carragher og lagði upp dauðafæri fyrir James Morrison sem skaut framhjá. Belginn skoraði með skalla nokkrum mínútum síðar eftir sendingu Liam Ridgewell. Fyrsta mark Lukaku fyrir West Brom en framherjinn er í láni frá Chelsea. Steve Clarke, stjóri West Brom, gat fagnað sætum sigri en Skotinn var í þjálfarateymi Liverpool á síðustu leiktíð er landi hans Kenny Dalglish réð gangi mála. Ljósu punktarnir hjá gestunum var frammistaða Luis Suarez sem skapaði sér færi án þess að nýta þau. Þá leit Joe Allen vel út í rauða búningnum og greinilega mikill styrkur fyrir Liverpool. Tap Liverpool er versta tap félagsins í efstu deild síðan árið 1937 er liðið lá 6-1 á útivelli gegn Chelsea.
Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira