Versta byrjun Liverpool í 75 ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2012 00:01 Jonas Olsson brýtur á Luis Suarez. Nordicphotos/Getty Liverpool steinlá 3-0 á útivelli gegn West Brom í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem hófst í dag. Daniel Agger fékk rauða spjaldið hjá gestunum í síðari hálfleik. Brendan Rodgers stýrði liði Liverpool í fyrsta skipti í dag og litu gestirnir ágætlega út í jöfnum fyrri hálfleik. Luis Suarez fékk fínt færi eftir hálftíma leik en skalli hans af stuttu færi fór yfir markið. Á 43. mínútu komust heimamenn yfir. Zoltan Gera fékk þá boltann utan teigs. Ungverjinn tók boltann á brjóstkassann, leyfði honum að skoppa einu sinni áður en hann hamraði boltann efst í markhornið. Stórkostlegt mark og heimamenn kátir. Eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik versnaði útlitið hjá Liverpool. Daniel Agger var þá vísað af velli fyrir að brjóta á Shane Long sem sloppinn var einn í gegn. Pepe Reina gaf gestunum þó von þegar hann varði afar slaka spyrnu Írans. Jamie Carragher kom í kjölfarið inn á fyrir Stewart Downing sem heldur áfram að valda stuðningsmönnum Liverpool vonbrigðum. Gestirnir höfðu hins vegar varla náð að endurskipuleggja leik sinn þegar Phil Dowd, ágætur dómari leiksins, benti aftur á punktinn. Í þetta skiptið gerði Martin Skrtel sig sekan um klaufaskap þegar Long stal boltanum af honum. Slóvakinn sparkaði óviljandi í Long sem féll og ekkert annað í stöðunni en að dæma víti. Í þetta skiptið beið Long átektar á meðan Peter Odemwingie stillti boltanum upp. Nígeríumaðurinn hamraði boltann í vinstra hornið frá sér séð og staða heimamanna góð. Belginn Romelu Lukaku kom inn á um miðjan síðari hálfleikinn hjá West Brom. Hann fór strax illa með Carragher og lagði upp dauðafæri fyrir James Morrison sem skaut framhjá. Belginn skoraði með skalla nokkrum mínútum síðar eftir sendingu Liam Ridgewell. Fyrsta mark Lukaku fyrir West Brom en framherjinn er í láni frá Chelsea. Steve Clarke, stjóri West Brom, gat fagnað sætum sigri en Skotinn var í þjálfarateymi Liverpool á síðustu leiktíð er landi hans Kenny Dalglish réð gangi mála. Ljósu punktarnir hjá gestunum var frammistaða Luis Suarez sem skapaði sér færi án þess að nýta þau. Þá leit Joe Allen vel út í rauða búningnum og greinilega mikill styrkur fyrir Liverpool. Tap Liverpool er versta tap félagsins í efstu deild síðan árið 1937 er liðið lá 6-1 á útivelli gegn Chelsea. Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira
Liverpool steinlá 3-0 á útivelli gegn West Brom í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem hófst í dag. Daniel Agger fékk rauða spjaldið hjá gestunum í síðari hálfleik. Brendan Rodgers stýrði liði Liverpool í fyrsta skipti í dag og litu gestirnir ágætlega út í jöfnum fyrri hálfleik. Luis Suarez fékk fínt færi eftir hálftíma leik en skalli hans af stuttu færi fór yfir markið. Á 43. mínútu komust heimamenn yfir. Zoltan Gera fékk þá boltann utan teigs. Ungverjinn tók boltann á brjóstkassann, leyfði honum að skoppa einu sinni áður en hann hamraði boltann efst í markhornið. Stórkostlegt mark og heimamenn kátir. Eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik versnaði útlitið hjá Liverpool. Daniel Agger var þá vísað af velli fyrir að brjóta á Shane Long sem sloppinn var einn í gegn. Pepe Reina gaf gestunum þó von þegar hann varði afar slaka spyrnu Írans. Jamie Carragher kom í kjölfarið inn á fyrir Stewart Downing sem heldur áfram að valda stuðningsmönnum Liverpool vonbrigðum. Gestirnir höfðu hins vegar varla náð að endurskipuleggja leik sinn þegar Phil Dowd, ágætur dómari leiksins, benti aftur á punktinn. Í þetta skiptið gerði Martin Skrtel sig sekan um klaufaskap þegar Long stal boltanum af honum. Slóvakinn sparkaði óviljandi í Long sem féll og ekkert annað í stöðunni en að dæma víti. Í þetta skiptið beið Long átektar á meðan Peter Odemwingie stillti boltanum upp. Nígeríumaðurinn hamraði boltann í vinstra hornið frá sér séð og staða heimamanna góð. Belginn Romelu Lukaku kom inn á um miðjan síðari hálfleikinn hjá West Brom. Hann fór strax illa með Carragher og lagði upp dauðafæri fyrir James Morrison sem skaut framhjá. Belginn skoraði með skalla nokkrum mínútum síðar eftir sendingu Liam Ridgewell. Fyrsta mark Lukaku fyrir West Brom en framherjinn er í láni frá Chelsea. Steve Clarke, stjóri West Brom, gat fagnað sætum sigri en Skotinn var í þjálfarateymi Liverpool á síðustu leiktíð er landi hans Kenny Dalglish réð gangi mála. Ljósu punktarnir hjá gestunum var frammistaða Luis Suarez sem skapaði sér færi án þess að nýta þau. Þá leit Joe Allen vel út í rauða búningnum og greinilega mikill styrkur fyrir Liverpool. Tap Liverpool er versta tap félagsins í efstu deild síðan árið 1937 er liðið lá 6-1 á útivelli gegn Chelsea.
Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira