Versta byrjun Liverpool í 75 ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2012 00:01 Jonas Olsson brýtur á Luis Suarez. Nordicphotos/Getty Liverpool steinlá 3-0 á útivelli gegn West Brom í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem hófst í dag. Daniel Agger fékk rauða spjaldið hjá gestunum í síðari hálfleik. Brendan Rodgers stýrði liði Liverpool í fyrsta skipti í dag og litu gestirnir ágætlega út í jöfnum fyrri hálfleik. Luis Suarez fékk fínt færi eftir hálftíma leik en skalli hans af stuttu færi fór yfir markið. Á 43. mínútu komust heimamenn yfir. Zoltan Gera fékk þá boltann utan teigs. Ungverjinn tók boltann á brjóstkassann, leyfði honum að skoppa einu sinni áður en hann hamraði boltann efst í markhornið. Stórkostlegt mark og heimamenn kátir. Eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik versnaði útlitið hjá Liverpool. Daniel Agger var þá vísað af velli fyrir að brjóta á Shane Long sem sloppinn var einn í gegn. Pepe Reina gaf gestunum þó von þegar hann varði afar slaka spyrnu Írans. Jamie Carragher kom í kjölfarið inn á fyrir Stewart Downing sem heldur áfram að valda stuðningsmönnum Liverpool vonbrigðum. Gestirnir höfðu hins vegar varla náð að endurskipuleggja leik sinn þegar Phil Dowd, ágætur dómari leiksins, benti aftur á punktinn. Í þetta skiptið gerði Martin Skrtel sig sekan um klaufaskap þegar Long stal boltanum af honum. Slóvakinn sparkaði óviljandi í Long sem féll og ekkert annað í stöðunni en að dæma víti. Í þetta skiptið beið Long átektar á meðan Peter Odemwingie stillti boltanum upp. Nígeríumaðurinn hamraði boltann í vinstra hornið frá sér séð og staða heimamanna góð. Belginn Romelu Lukaku kom inn á um miðjan síðari hálfleikinn hjá West Brom. Hann fór strax illa með Carragher og lagði upp dauðafæri fyrir James Morrison sem skaut framhjá. Belginn skoraði með skalla nokkrum mínútum síðar eftir sendingu Liam Ridgewell. Fyrsta mark Lukaku fyrir West Brom en framherjinn er í láni frá Chelsea. Steve Clarke, stjóri West Brom, gat fagnað sætum sigri en Skotinn var í þjálfarateymi Liverpool á síðustu leiktíð er landi hans Kenny Dalglish réð gangi mála. Ljósu punktarnir hjá gestunum var frammistaða Luis Suarez sem skapaði sér færi án þess að nýta þau. Þá leit Joe Allen vel út í rauða búningnum og greinilega mikill styrkur fyrir Liverpool. Tap Liverpool er versta tap félagsins í efstu deild síðan árið 1937 er liðið lá 6-1 á útivelli gegn Chelsea. Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira
Liverpool steinlá 3-0 á útivelli gegn West Brom í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem hófst í dag. Daniel Agger fékk rauða spjaldið hjá gestunum í síðari hálfleik. Brendan Rodgers stýrði liði Liverpool í fyrsta skipti í dag og litu gestirnir ágætlega út í jöfnum fyrri hálfleik. Luis Suarez fékk fínt færi eftir hálftíma leik en skalli hans af stuttu færi fór yfir markið. Á 43. mínútu komust heimamenn yfir. Zoltan Gera fékk þá boltann utan teigs. Ungverjinn tók boltann á brjóstkassann, leyfði honum að skoppa einu sinni áður en hann hamraði boltann efst í markhornið. Stórkostlegt mark og heimamenn kátir. Eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik versnaði útlitið hjá Liverpool. Daniel Agger var þá vísað af velli fyrir að brjóta á Shane Long sem sloppinn var einn í gegn. Pepe Reina gaf gestunum þó von þegar hann varði afar slaka spyrnu Írans. Jamie Carragher kom í kjölfarið inn á fyrir Stewart Downing sem heldur áfram að valda stuðningsmönnum Liverpool vonbrigðum. Gestirnir höfðu hins vegar varla náð að endurskipuleggja leik sinn þegar Phil Dowd, ágætur dómari leiksins, benti aftur á punktinn. Í þetta skiptið gerði Martin Skrtel sig sekan um klaufaskap þegar Long stal boltanum af honum. Slóvakinn sparkaði óviljandi í Long sem féll og ekkert annað í stöðunni en að dæma víti. Í þetta skiptið beið Long átektar á meðan Peter Odemwingie stillti boltanum upp. Nígeríumaðurinn hamraði boltann í vinstra hornið frá sér séð og staða heimamanna góð. Belginn Romelu Lukaku kom inn á um miðjan síðari hálfleikinn hjá West Brom. Hann fór strax illa með Carragher og lagði upp dauðafæri fyrir James Morrison sem skaut framhjá. Belginn skoraði með skalla nokkrum mínútum síðar eftir sendingu Liam Ridgewell. Fyrsta mark Lukaku fyrir West Brom en framherjinn er í láni frá Chelsea. Steve Clarke, stjóri West Brom, gat fagnað sætum sigri en Skotinn var í þjálfarateymi Liverpool á síðustu leiktíð er landi hans Kenny Dalglish réð gangi mála. Ljósu punktarnir hjá gestunum var frammistaða Luis Suarez sem skapaði sér færi án þess að nýta þau. Þá leit Joe Allen vel út í rauða búningnum og greinilega mikill styrkur fyrir Liverpool. Tap Liverpool er versta tap félagsins í efstu deild síðan árið 1937 er liðið lá 6-1 á útivelli gegn Chelsea.
Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn