Fjölnismenn nýttu sér tap Ólsara í Víkinni í kvöld og skelltu sér á topp deildarinnar með 4-0 sigri á Haukum í toppslag 1. deildar karla.
Aðeins munaði einu stigi á liðunum í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins og koma úrslitin því nokkuð á óvart.
Bjarni Gunnarsson kom heimamönnum yfir strax á 4. mínútu og heimamenn leiddu með einu marki í hálfleik. Í síðari hálfleik fundu Grafarvogsbúar hins vegar leiðina í mark gestanna í þrígang.
Pablo Punyed skoraði annað mark Fjölnis á 65. mínútu og og Illugi Þór Gunnarsson það þriðja úr vítaspyrnu á 71. mínútu. Marinó Þór Jakobsson gulltrygði stórsigur heimamanna með marki undir lok leiksins.
Fjölnir hefur tveggja stiga forskot á Víking Ólafsvík og Hauka í efsta sæti deildarinnar að loknum leikjum kvöldsins.
Fjölnir kafsigldi Hauka og skellti sér á toppinn

Tengdar fréttir

Víkingar höfðu betur gegn Ólsurum | ÍR vann Breiðholtsslaginn
Víkingur Reykjavíkur vann kærkominn 2-1 sigur gegn toppliði 1. deildar karla, Víkingi frá Ólafsvík, í viðureign liðanna í Fossvoginum í kvöld. ÍR-ingar lögðu Leiknismenn í Breiðholtsslag og Tindastóll lagði Þrótt.

Pétur Markan tryggði Djúpmönnum stig á Akureyri
Pétur Georg Markan skoraði tvívegis fyrir BÍ/Bolungarvík í 2-2 jafntefli liðsins gegn KA í norðan heiða í 1. deild karla í dag.