Þóra Björg: Erum topplið í Evrópu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2012 12:00 Þóra Björg bregður á leik með stelpunum í landsliðinu. Mynd/Ossi Ahola Þóra Björg Helgadóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er klár í slaginn fyrir viðureign Íslands og Ungverjalands í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á Laugardalsvelli í dag. Þóra spilar með Ldb Malmö í Svíþjóð líkt og Sara Björk Gunnarsdóttir en liðið varð sænskur meistari á síðustu leiktíð og lítur vel út í upphafi móts. „Við erum á toppnum ásamt tveimur öðrum liðum. Okkur var spáð þriðja sæti þannig að gengið er gott. Miðað við liðið sem Tyresö hefur sankað að sér erum við sáttar ennþá og ætlum auðvitað að halda okkur á toppnum," segir Þóra. Meðal þeirra leikmanna sem Tyresö hefur fengið til sín er hin brasilíska Marta sem hefur verið jafnbesti leikmaður heims undanfarin ár. Þrátt fyrir það virðist liðið ekki ósigrandi en öll toppliðin þrjú hafa tapað tveimur leikjum í upphafi móts. Þóra er ekki í nokkrum vafa um styrkleika sænsku deildarinnar. „Þetta er auðvitað langsterkasta deildin í heiminum í dag eftir að bandaríska er dottin upp fyrir. Þýsku toppliðin eru auðvitað best en deildin þar ekki jafnspennandi og í Svíþjóð," segir Þóra. Liðið stóð sig vel í Meistaradeild Evrópu í vetur en féll úr leik í átta liða úrslitum gegn Frankfurt. Liðið vann 1-0 sigur í heimaleiknum en tapaði 2-0 í síðari leiknum ytra. Þýska liðið fór alla leið í úrslit þar sem liðið tapaði gegn Lyon. „Sigurinn heima var frábær en svo áttum við hræðilegan leik í Frankfurt. Þrátt fyrir það vorum við nálægt því að komast áfram sem sýnir kannski okkar stöðu í Evrópu. Við erum topplið í Evrópu," segir Þóra. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Sjá meira
Þóra Björg Helgadóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er klár í slaginn fyrir viðureign Íslands og Ungverjalands í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á Laugardalsvelli í dag. Þóra spilar með Ldb Malmö í Svíþjóð líkt og Sara Björk Gunnarsdóttir en liðið varð sænskur meistari á síðustu leiktíð og lítur vel út í upphafi móts. „Við erum á toppnum ásamt tveimur öðrum liðum. Okkur var spáð þriðja sæti þannig að gengið er gott. Miðað við liðið sem Tyresö hefur sankað að sér erum við sáttar ennþá og ætlum auðvitað að halda okkur á toppnum," segir Þóra. Meðal þeirra leikmanna sem Tyresö hefur fengið til sín er hin brasilíska Marta sem hefur verið jafnbesti leikmaður heims undanfarin ár. Þrátt fyrir það virðist liðið ekki ósigrandi en öll toppliðin þrjú hafa tapað tveimur leikjum í upphafi móts. Þóra er ekki í nokkrum vafa um styrkleika sænsku deildarinnar. „Þetta er auðvitað langsterkasta deildin í heiminum í dag eftir að bandaríska er dottin upp fyrir. Þýsku toppliðin eru auðvitað best en deildin þar ekki jafnspennandi og í Svíþjóð," segir Þóra. Liðið stóð sig vel í Meistaradeild Evrópu í vetur en féll úr leik í átta liða úrslitum gegn Frankfurt. Liðið vann 1-0 sigur í heimaleiknum en tapaði 2-0 í síðari leiknum ytra. Þýska liðið fór alla leið í úrslit þar sem liðið tapaði gegn Lyon. „Sigurinn heima var frábær en svo áttum við hræðilegan leik í Frankfurt. Þrátt fyrir það vorum við nálægt því að komast áfram sem sýnir kannski okkar stöðu í Evrópu. Við erum topplið í Evrópu," segir Þóra.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Sjá meira