Innlent

Forsetakosningar 2012: RÚV ekki vanhæft

FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Samkvæmt niðurstöðu álitsgerðar þeirra Róbert Spanó, forseta lagadeildar Háskóla Íslands og Trausta Fannars Valssonar, lektors við lagadeild, telst Ríkisútvarpið ekki vanhæft til að fjalla um forsetakosningar 2012 - þó svo að Þóra Arnórsdóttir og eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, hafi starfað hjá stofnuninni um árabil og séu í launalausu leyfi.

Greint var frá þessu í fréttum RÚV. Í síðasta mánuði krafðist Herdís Þorgeirsdóttir þess að samstarfsmenn Þóru og Svavars kæmu ekki að þáttagerð vegna kosninganna.

Í álitsgerð Róberts og Trausta kemur fram að RÚV þurfi að tryggja að framsetning efnis sé óhlutdræg. Þá teljast nánir vinir frambjóðenda ekki óhlutdrægir, en að fólk hafi starfað saman leiði ekki til þess að fólk geti talist hlutdrægt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×