Innlent

Rúmenar klárir í að halda EM | Ákvörðun tekin innan tveggja vikna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Stefán
Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Rúmenar séu tilbúnir að halda Evrópumót kvenna í handknattleik í desember á þessu ári. Rúmenía er ellefta þjóðin að sögn EHF sem lýsir yfir áhuga sínum að halda mótið.

Hollendingar hættu sem kunnugt er við að halda keppnina fyrr í vikunni. Ísland er ein þeirra þjóða sem samkvæmt EHF er tilbúið að hýsa keppnina. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við Vísi að til þess að Ísland gæti haldið keppnina yrði EHF að slaka á kröfum sínum varðandi framkvæmd keppninnar. Ísland bjóði ekki upp á íþróttahús af þeirri stærð sem EHF krefst í lokakeppni EM.

EHF segist munu greina frá því innan tveggja vikna hvaða þjóð haldi Evrópumótið. Um leið fæst úr því skorið hvaða þjóð hreppir sextánda og síðasta lausa sætið á mótinu sem gestgjafar.

Ekki hefur fengist úr því skorið hvað gerist hafi gestgjafarnir þegar tryggt sér sæti á Evrópumótinu.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.