Einar Þorvarðarson: Get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2012 09:42 Mynd / Vilhelm Eftir ákvörðun hollenska handknattleikssambandsins að halda ekki Evrópumót kvenna í handknattleik sem fara á fram í desember gæti hafa opnast möguleiki fyrir íslenska landsliðið að spila í lokakeppninni þrátt fyrir allt. Evrópska handknattleikssambandið hefur ekki gefið út hvað verði um sæti Hollendinga á mótinu. Sem gestgjafar fékk þjóðin sjálfkrafa sæti á mótinu en óvíst er hvað verður um það. „Ég get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu. Það fyndist mér óeðlilegt. Þeir spiluðu ekki í forkeppninni og fengu farseðilinn á mótið sem gestgjafar. Mér fyndist skrýtið að þeir héldu sætinu þótt keppnin yrði haldin í öðru landi," segir Einar Þorvarðarson framkvæmdarstjóri Handknattleikssambands Íslands. Ísland er með bestan árangur þeirra liða í undankeppninni sem komust ekki á Evrópumótið. Ísland fékk sex stig líkt og Pólverjar en er með betri markatölu. „Það er auðvitað þar sem við stöndum vel. Við höfum sex stig líkt og Pólverjar og með bestan árangur af þeim liðum sem komust ekki inn. Við yrðum því líklega fyrsta þjóð til að koma inn þ.e. ef þjóð, sem hefur tryggt sér sæti á mótinu, mun halda það," segir Einar. „Svo gæti farið að þjóð myndi halda keppnina sem hefði ekki tryggt sér sæti á mótinu. Þá myndi sætið væntanlega flytjast þangað," segir Einar. Menn velta fyrir sér hvort Ísland gæti ekki klárað dæmið með því að halda mótið. Einar segir ýmislegt standa í vegi fyrir því eins og staðan sé nú. „Það eru ekki til íþróttahús á Íslandi sem uppfylla kröfurnar. Það þarf að spila riðlana í 3-4 þúsund manna húsum og úrslitaleikinn í tíu þúsund manna höllum. Því þyrfti í það minnsta að breyta. Við heyrðum fyrst af þessu í gær og komum til með að skoða þessi mál nánar," segir Einar. Svo virðist sem breytingar á stjórn hollenska handknattleikssambandins hafi haft sitt að segja í ákvörðun Hollendinga en einnig hafi kostnaður haft mikil áhrif. Brugðið getur til beggja vona þegar stórmót eru haldin og veit Einar um gott dæmi þess efnis. „Evrópumótið 2010 var haldið í Danmörku og Noregi. Undanriðlarnir voru spilaðir í Danmörku annars vegar og Noregi hins vegar. Milliriðlarnir, undanúrslit og úrslitin voru svo spiluð í Danmörku. Norðmenn töpuðu mjög háum fjárhæðum á mótinu á meðan Danir skiluðu hagnaði," segir Einar. Fréttatilkynningar er að vænta frá evrópska handknattleikssambandinu innan tíðar. Draga átti í riðla í lokakeppninni í Rotterdam á morgun en drættinum hefur verið frestað. Tengdar fréttir Holland hættir við að halda EM kvenna í handbolta Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Holland hafi hætt við að halda Evrópumótið í handknattleik kvenna sem fara átti fram í desember. 5. júní 2012 00:01 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Sjá meira
Eftir ákvörðun hollenska handknattleikssambandsins að halda ekki Evrópumót kvenna í handknattleik sem fara á fram í desember gæti hafa opnast möguleiki fyrir íslenska landsliðið að spila í lokakeppninni þrátt fyrir allt. Evrópska handknattleikssambandið hefur ekki gefið út hvað verði um sæti Hollendinga á mótinu. Sem gestgjafar fékk þjóðin sjálfkrafa sæti á mótinu en óvíst er hvað verður um það. „Ég get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu. Það fyndist mér óeðlilegt. Þeir spiluðu ekki í forkeppninni og fengu farseðilinn á mótið sem gestgjafar. Mér fyndist skrýtið að þeir héldu sætinu þótt keppnin yrði haldin í öðru landi," segir Einar Þorvarðarson framkvæmdarstjóri Handknattleikssambands Íslands. Ísland er með bestan árangur þeirra liða í undankeppninni sem komust ekki á Evrópumótið. Ísland fékk sex stig líkt og Pólverjar en er með betri markatölu. „Það er auðvitað þar sem við stöndum vel. Við höfum sex stig líkt og Pólverjar og með bestan árangur af þeim liðum sem komust ekki inn. Við yrðum því líklega fyrsta þjóð til að koma inn þ.e. ef þjóð, sem hefur tryggt sér sæti á mótinu, mun halda það," segir Einar. „Svo gæti farið að þjóð myndi halda keppnina sem hefði ekki tryggt sér sæti á mótinu. Þá myndi sætið væntanlega flytjast þangað," segir Einar. Menn velta fyrir sér hvort Ísland gæti ekki klárað dæmið með því að halda mótið. Einar segir ýmislegt standa í vegi fyrir því eins og staðan sé nú. „Það eru ekki til íþróttahús á Íslandi sem uppfylla kröfurnar. Það þarf að spila riðlana í 3-4 þúsund manna húsum og úrslitaleikinn í tíu þúsund manna höllum. Því þyrfti í það minnsta að breyta. Við heyrðum fyrst af þessu í gær og komum til með að skoða þessi mál nánar," segir Einar. Svo virðist sem breytingar á stjórn hollenska handknattleikssambandins hafi haft sitt að segja í ákvörðun Hollendinga en einnig hafi kostnaður haft mikil áhrif. Brugðið getur til beggja vona þegar stórmót eru haldin og veit Einar um gott dæmi þess efnis. „Evrópumótið 2010 var haldið í Danmörku og Noregi. Undanriðlarnir voru spilaðir í Danmörku annars vegar og Noregi hins vegar. Milliriðlarnir, undanúrslit og úrslitin voru svo spiluð í Danmörku. Norðmenn töpuðu mjög háum fjárhæðum á mótinu á meðan Danir skiluðu hagnaði," segir Einar. Fréttatilkynningar er að vænta frá evrópska handknattleikssambandinu innan tíðar. Draga átti í riðla í lokakeppninni í Rotterdam á morgun en drættinum hefur verið frestað.
Tengdar fréttir Holland hættir við að halda EM kvenna í handbolta Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Holland hafi hætt við að halda Evrópumótið í handknattleik kvenna sem fara átti fram í desember. 5. júní 2012 00:01 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Sjá meira
Holland hættir við að halda EM kvenna í handbolta Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Holland hafi hætt við að halda Evrópumótið í handknattleik kvenna sem fara átti fram í desember. 5. júní 2012 00:01