Einar Þorvarðarson: Get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2012 09:42 Mynd / Vilhelm Eftir ákvörðun hollenska handknattleikssambandsins að halda ekki Evrópumót kvenna í handknattleik sem fara á fram í desember gæti hafa opnast möguleiki fyrir íslenska landsliðið að spila í lokakeppninni þrátt fyrir allt. Evrópska handknattleikssambandið hefur ekki gefið út hvað verði um sæti Hollendinga á mótinu. Sem gestgjafar fékk þjóðin sjálfkrafa sæti á mótinu en óvíst er hvað verður um það. „Ég get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu. Það fyndist mér óeðlilegt. Þeir spiluðu ekki í forkeppninni og fengu farseðilinn á mótið sem gestgjafar. Mér fyndist skrýtið að þeir héldu sætinu þótt keppnin yrði haldin í öðru landi," segir Einar Þorvarðarson framkvæmdarstjóri Handknattleikssambands Íslands. Ísland er með bestan árangur þeirra liða í undankeppninni sem komust ekki á Evrópumótið. Ísland fékk sex stig líkt og Pólverjar en er með betri markatölu. „Það er auðvitað þar sem við stöndum vel. Við höfum sex stig líkt og Pólverjar og með bestan árangur af þeim liðum sem komust ekki inn. Við yrðum því líklega fyrsta þjóð til að koma inn þ.e. ef þjóð, sem hefur tryggt sér sæti á mótinu, mun halda það," segir Einar. „Svo gæti farið að þjóð myndi halda keppnina sem hefði ekki tryggt sér sæti á mótinu. Þá myndi sætið væntanlega flytjast þangað," segir Einar. Menn velta fyrir sér hvort Ísland gæti ekki klárað dæmið með því að halda mótið. Einar segir ýmislegt standa í vegi fyrir því eins og staðan sé nú. „Það eru ekki til íþróttahús á Íslandi sem uppfylla kröfurnar. Það þarf að spila riðlana í 3-4 þúsund manna húsum og úrslitaleikinn í tíu þúsund manna höllum. Því þyrfti í það minnsta að breyta. Við heyrðum fyrst af þessu í gær og komum til með að skoða þessi mál nánar," segir Einar. Svo virðist sem breytingar á stjórn hollenska handknattleikssambandins hafi haft sitt að segja í ákvörðun Hollendinga en einnig hafi kostnaður haft mikil áhrif. Brugðið getur til beggja vona þegar stórmót eru haldin og veit Einar um gott dæmi þess efnis. „Evrópumótið 2010 var haldið í Danmörku og Noregi. Undanriðlarnir voru spilaðir í Danmörku annars vegar og Noregi hins vegar. Milliriðlarnir, undanúrslit og úrslitin voru svo spiluð í Danmörku. Norðmenn töpuðu mjög háum fjárhæðum á mótinu á meðan Danir skiluðu hagnaði," segir Einar. Fréttatilkynningar er að vænta frá evrópska handknattleikssambandinu innan tíðar. Draga átti í riðla í lokakeppninni í Rotterdam á morgun en drættinum hefur verið frestað. Tengdar fréttir Holland hættir við að halda EM kvenna í handbolta Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Holland hafi hætt við að halda Evrópumótið í handknattleik kvenna sem fara átti fram í desember. 5. júní 2012 00:01 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Eftir ákvörðun hollenska handknattleikssambandsins að halda ekki Evrópumót kvenna í handknattleik sem fara á fram í desember gæti hafa opnast möguleiki fyrir íslenska landsliðið að spila í lokakeppninni þrátt fyrir allt. Evrópska handknattleikssambandið hefur ekki gefið út hvað verði um sæti Hollendinga á mótinu. Sem gestgjafar fékk þjóðin sjálfkrafa sæti á mótinu en óvíst er hvað verður um það. „Ég get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu. Það fyndist mér óeðlilegt. Þeir spiluðu ekki í forkeppninni og fengu farseðilinn á mótið sem gestgjafar. Mér fyndist skrýtið að þeir héldu sætinu þótt keppnin yrði haldin í öðru landi," segir Einar Þorvarðarson framkvæmdarstjóri Handknattleikssambands Íslands. Ísland er með bestan árangur þeirra liða í undankeppninni sem komust ekki á Evrópumótið. Ísland fékk sex stig líkt og Pólverjar en er með betri markatölu. „Það er auðvitað þar sem við stöndum vel. Við höfum sex stig líkt og Pólverjar og með bestan árangur af þeim liðum sem komust ekki inn. Við yrðum því líklega fyrsta þjóð til að koma inn þ.e. ef þjóð, sem hefur tryggt sér sæti á mótinu, mun halda það," segir Einar. „Svo gæti farið að þjóð myndi halda keppnina sem hefði ekki tryggt sér sæti á mótinu. Þá myndi sætið væntanlega flytjast þangað," segir Einar. Menn velta fyrir sér hvort Ísland gæti ekki klárað dæmið með því að halda mótið. Einar segir ýmislegt standa í vegi fyrir því eins og staðan sé nú. „Það eru ekki til íþróttahús á Íslandi sem uppfylla kröfurnar. Það þarf að spila riðlana í 3-4 þúsund manna húsum og úrslitaleikinn í tíu þúsund manna höllum. Því þyrfti í það minnsta að breyta. Við heyrðum fyrst af þessu í gær og komum til með að skoða þessi mál nánar," segir Einar. Svo virðist sem breytingar á stjórn hollenska handknattleikssambandins hafi haft sitt að segja í ákvörðun Hollendinga en einnig hafi kostnaður haft mikil áhrif. Brugðið getur til beggja vona þegar stórmót eru haldin og veit Einar um gott dæmi þess efnis. „Evrópumótið 2010 var haldið í Danmörku og Noregi. Undanriðlarnir voru spilaðir í Danmörku annars vegar og Noregi hins vegar. Milliriðlarnir, undanúrslit og úrslitin voru svo spiluð í Danmörku. Norðmenn töpuðu mjög háum fjárhæðum á mótinu á meðan Danir skiluðu hagnaði," segir Einar. Fréttatilkynningar er að vænta frá evrópska handknattleikssambandinu innan tíðar. Draga átti í riðla í lokakeppninni í Rotterdam á morgun en drættinum hefur verið frestað.
Tengdar fréttir Holland hættir við að halda EM kvenna í handbolta Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Holland hafi hætt við að halda Evrópumótið í handknattleik kvenna sem fara átti fram í desember. 5. júní 2012 00:01 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Holland hættir við að halda EM kvenna í handbolta Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Holland hafi hætt við að halda Evrópumótið í handknattleik kvenna sem fara átti fram í desember. 5. júní 2012 00:01