Einar Þorvarðarson: Get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2012 09:42 Mynd / Vilhelm Eftir ákvörðun hollenska handknattleikssambandsins að halda ekki Evrópumót kvenna í handknattleik sem fara á fram í desember gæti hafa opnast möguleiki fyrir íslenska landsliðið að spila í lokakeppninni þrátt fyrir allt. Evrópska handknattleikssambandið hefur ekki gefið út hvað verði um sæti Hollendinga á mótinu. Sem gestgjafar fékk þjóðin sjálfkrafa sæti á mótinu en óvíst er hvað verður um það. „Ég get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu. Það fyndist mér óeðlilegt. Þeir spiluðu ekki í forkeppninni og fengu farseðilinn á mótið sem gestgjafar. Mér fyndist skrýtið að þeir héldu sætinu þótt keppnin yrði haldin í öðru landi," segir Einar Þorvarðarson framkvæmdarstjóri Handknattleikssambands Íslands. Ísland er með bestan árangur þeirra liða í undankeppninni sem komust ekki á Evrópumótið. Ísland fékk sex stig líkt og Pólverjar en er með betri markatölu. „Það er auðvitað þar sem við stöndum vel. Við höfum sex stig líkt og Pólverjar og með bestan árangur af þeim liðum sem komust ekki inn. Við yrðum því líklega fyrsta þjóð til að koma inn þ.e. ef þjóð, sem hefur tryggt sér sæti á mótinu, mun halda það," segir Einar. „Svo gæti farið að þjóð myndi halda keppnina sem hefði ekki tryggt sér sæti á mótinu. Þá myndi sætið væntanlega flytjast þangað," segir Einar. Menn velta fyrir sér hvort Ísland gæti ekki klárað dæmið með því að halda mótið. Einar segir ýmislegt standa í vegi fyrir því eins og staðan sé nú. „Það eru ekki til íþróttahús á Íslandi sem uppfylla kröfurnar. Það þarf að spila riðlana í 3-4 þúsund manna húsum og úrslitaleikinn í tíu þúsund manna höllum. Því þyrfti í það minnsta að breyta. Við heyrðum fyrst af þessu í gær og komum til með að skoða þessi mál nánar," segir Einar. Svo virðist sem breytingar á stjórn hollenska handknattleikssambandins hafi haft sitt að segja í ákvörðun Hollendinga en einnig hafi kostnaður haft mikil áhrif. Brugðið getur til beggja vona þegar stórmót eru haldin og veit Einar um gott dæmi þess efnis. „Evrópumótið 2010 var haldið í Danmörku og Noregi. Undanriðlarnir voru spilaðir í Danmörku annars vegar og Noregi hins vegar. Milliriðlarnir, undanúrslit og úrslitin voru svo spiluð í Danmörku. Norðmenn töpuðu mjög háum fjárhæðum á mótinu á meðan Danir skiluðu hagnaði," segir Einar. Fréttatilkynningar er að vænta frá evrópska handknattleikssambandinu innan tíðar. Draga átti í riðla í lokakeppninni í Rotterdam á morgun en drættinum hefur verið frestað. Tengdar fréttir Holland hættir við að halda EM kvenna í handbolta Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Holland hafi hætt við að halda Evrópumótið í handknattleik kvenna sem fara átti fram í desember. 5. júní 2012 00:01 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Eftir ákvörðun hollenska handknattleikssambandsins að halda ekki Evrópumót kvenna í handknattleik sem fara á fram í desember gæti hafa opnast möguleiki fyrir íslenska landsliðið að spila í lokakeppninni þrátt fyrir allt. Evrópska handknattleikssambandið hefur ekki gefið út hvað verði um sæti Hollendinga á mótinu. Sem gestgjafar fékk þjóðin sjálfkrafa sæti á mótinu en óvíst er hvað verður um það. „Ég get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu. Það fyndist mér óeðlilegt. Þeir spiluðu ekki í forkeppninni og fengu farseðilinn á mótið sem gestgjafar. Mér fyndist skrýtið að þeir héldu sætinu þótt keppnin yrði haldin í öðru landi," segir Einar Þorvarðarson framkvæmdarstjóri Handknattleikssambands Íslands. Ísland er með bestan árangur þeirra liða í undankeppninni sem komust ekki á Evrópumótið. Ísland fékk sex stig líkt og Pólverjar en er með betri markatölu. „Það er auðvitað þar sem við stöndum vel. Við höfum sex stig líkt og Pólverjar og með bestan árangur af þeim liðum sem komust ekki inn. Við yrðum því líklega fyrsta þjóð til að koma inn þ.e. ef þjóð, sem hefur tryggt sér sæti á mótinu, mun halda það," segir Einar. „Svo gæti farið að þjóð myndi halda keppnina sem hefði ekki tryggt sér sæti á mótinu. Þá myndi sætið væntanlega flytjast þangað," segir Einar. Menn velta fyrir sér hvort Ísland gæti ekki klárað dæmið með því að halda mótið. Einar segir ýmislegt standa í vegi fyrir því eins og staðan sé nú. „Það eru ekki til íþróttahús á Íslandi sem uppfylla kröfurnar. Það þarf að spila riðlana í 3-4 þúsund manna húsum og úrslitaleikinn í tíu þúsund manna höllum. Því þyrfti í það minnsta að breyta. Við heyrðum fyrst af þessu í gær og komum til með að skoða þessi mál nánar," segir Einar. Svo virðist sem breytingar á stjórn hollenska handknattleikssambandins hafi haft sitt að segja í ákvörðun Hollendinga en einnig hafi kostnaður haft mikil áhrif. Brugðið getur til beggja vona þegar stórmót eru haldin og veit Einar um gott dæmi þess efnis. „Evrópumótið 2010 var haldið í Danmörku og Noregi. Undanriðlarnir voru spilaðir í Danmörku annars vegar og Noregi hins vegar. Milliriðlarnir, undanúrslit og úrslitin voru svo spiluð í Danmörku. Norðmenn töpuðu mjög háum fjárhæðum á mótinu á meðan Danir skiluðu hagnaði," segir Einar. Fréttatilkynningar er að vænta frá evrópska handknattleikssambandinu innan tíðar. Draga átti í riðla í lokakeppninni í Rotterdam á morgun en drættinum hefur verið frestað.
Tengdar fréttir Holland hættir við að halda EM kvenna í handbolta Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Holland hafi hætt við að halda Evrópumótið í handknattleik kvenna sem fara átti fram í desember. 5. júní 2012 00:01 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Holland hættir við að halda EM kvenna í handbolta Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Holland hafi hætt við að halda Evrópumótið í handknattleik kvenna sem fara átti fram í desember. 5. júní 2012 00:01
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita