Handbolti

Ísland hefur lýst yfir áhuga á að halda EM í desember

Ísland er ein tíu þjóða sem hafa lýst yfir áhuga á að halda úrslitakeppni EM kvenna í desember á þessu ári. Holland hætti óvænt við að halda mótið í gær.

Í tilkynningu frá Evrópska Handknattleikssambandinu, EHF, kemur fram að Ísland, Króatía, Danmörk, Makedónía, Noregur, Pólland, Rússland, Serbía, Slóvakía og Svíþjóð hafi öll sýnt mótinu áhuga.

EHF segir að fleiri lönd séu einnig að íhuga þann möguleika að bjóða sig fram til þess að halda mótið.

"Þetta er einstök aðstaða sem EHF er í. Við erum auðvitað mjög vonsviknir að Holland skuli hafa hætt við að halda mótið en þessi mikli áhugi frá öðrum löndum sýnir hversu miklu máli mótið er í augum landanna," segir Michael Wiederer, framkvæmdastjóri EHF.

EHF ætlar að tilkynna um nýjan keppnisstað innan tveggja vikna. Þá verður einnig tilkynnt hvað verður um sætið sem Holland átti að fá á mótinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×