Enski boltinn

Rodgers: Suarez er stórkostlegur framherji

Suarez á ferðinni í dag.
Suarez á ferðinni í dag.
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var í skýjunum með Luis Suarez eftir sigurinn í dag. Suarez er búinn að skora níu mörk í deildinni og er markahæstur.

"Luis er stór hluti af þessu liði. Bæði mörkin hjá honum í dag voru frábær. Hann er stórkostlegur framherji og við erum hæstánægðir með að hann sé í okkar liði," sagði Rodgers.

Suarez er búinn að skora rúmlega helming marka Liverpool í vetur. Hefur Rodgers ekkert áhyggjur af því?

"Engan veginn. Auðvitað viljum við að fleiri skori en hann þrífst á pressunni."

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×