Enski boltinn

Di Matteo hélt að hann yrði rekinn með Villas-Boas

Ítalínn Roberto di Matteo hefur náð mögnuðum árangri með Chelsea en fáir höfðu trú á því er hann var ráðinn á sínum tíma. Sjálfur var hann ekki öruggur um starf sitt og óttaðist að verða rekinn eftir tap gegn WBA í mars síðastliðnum.

Þá var Andre Villas-Boas rekinn og Di Matteo látinn taka við. Því átti hann ekki von á.

"Ég hélt ég yrði látinn fara með honum. Þetta var tilfinningaþrunginn dagur fyrir okkur," sagði Di Matteo sem vann bæði enska bikarinn og Meistaradeildina eftir að hann var gerður að stjóra.

Hann fékk í kjölfarið fastráðningu og er á fínu róli með liðið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×