Enski boltinn

Gott sumarfrí lykillinn að góðu formi Hernandez

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er eðlilega himinlifandi með standið á framherjanum Javier Hernandez en strákurinn hefur farið á kostum upp á síðkastið.

Ferguson segir að Hernandez sé svona sprækur því hann tók gott sumarfrí. Það var ekki upp á teningnum árið áður.

"Við fórum yfir hlutina og hann var að spila of mikinn fótbolta. Það er ekki gott," sagði Ferguson um framherjann sem er búinn að skora fjögur mörk á minna en 200 mínútum.

Hernandez skoraði aðeins tólf mörk á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×