Kódak hefur aldrei rætt opinberlega um kjarnakljúfinn en hann var aðeins notaður í rannsóknarskyni. Nifteindir voru framkallaðar í honum og voru þær notaðar til að rannsaka nýstárlegar aðferðir við framköllun ljósmynda.

Talsmaður Kódak, Christopher Veronda, segir að ofninum hafi einnig verið haldið leyndum frá lögregluyfirvöldum í New York. Hann var falinn í kjallara Kódak byggingarinnar í New York.