Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, er staddur í München í Þýskalandi þar sem hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun á Stöð 2 Sport en þar mætast Bayern München og Chelsea. Hörður hitti Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og ræddi við hann um leikinn.
Það er gríðarlega eftirvænting fyrir úrslitaleiknum í München sem fer fyrir framan 63 manns á heimavelli Bayern, Allianz Arena.
Þýska pressan býst við sigri Bæjara og annað kemur ekki til greina en það getur enginn afskrifað Chelsea-liðið.
„Þetta verður stórkostleg skemmtun," sagi Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, þegar Hörður hitti hann í München.
„Ég held að Chelsea-menn séu komnir hingað til að skemmta sér og spila sinn besta leik. Þeir eru ekki komnir hingað til að liggja til baka og vera litlir þátttakendur í leiknum. Mér fyndist það heldur ekki vera skynsamleg taktík. Þetta er hápunktur knattspyrnunnar í Evrópu og bæði lið eiga að sýna sinn besta leik," sagði Geir en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Meistaradeildin: Geir spáir Bayern sigri
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið





Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið
Enski boltinn


Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld
Fótbolti

Chelsea búið að kaupa Garnacho
Enski boltinn

