Frank Lampard átti flottan leik á miðju Chelsea þegar liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með því að vinna Bayern München í úrslitaleiknum á Allianz Arena í München.
„Ég trúi þessu varla. Þvílíkt tímabil hjá okkur og þvílík ákveðni og þvílíkur liðsandi sem við höfum sýnt," sagði Frank Lampard sem var fyrirliði Chelsea í úrslitaleiknum á móti Bayern.
„Okkar aðalmaður Didier Drogba gróf okkur upp í þessum leik. Hann er hetjan okkar því án hans værum við ekki þessari stöðu. Hann skorar alltaf mörk í stóru leikjunum. Þetta er bikarinn sem við vildum allir vinna," sagði Lampard.

