Erlent

Eitt ár frá því Bin Laden var drepinn

Eitt ár er síðan Osama Bin Laden var drepinn af bandarískum sérsveitarmönnum í Pakistan. Mörgum kom á óvart að Bin Laden hefði alls ekki verið í felum í helli, heldur búið í veglegu stórhýsi ásamt fjölskyldu sinni. Bandaríkjamenn óskuðu því eftir svörum um hvort yfirvöld í Pakistan hefðu haldið hlífiskildi yfir Bin Laden. CBS fréttastofan greinir frá því í dag að enn hafi engin svör borist, og að þessi skortur á svörum hafi í raun eitrað samskipti milli yfirvalda landanna tveggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×