Chelsea sló út Barcelona í óviðjafnanlegum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2012 17:40 Nordic Photos / Getty Images Chelsea tókst hið ótrúlega í kvöld og tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Barcelona á Nou Camp í hreint ótrúlegum knattspyrnuleik. Þetta gerðu þeir ensku þrátt fyrir að hafa misst John Terry, fyrirliða, af velli með rautt spjald og lent 2-0 undir í fyrri hálfleik. Ramires minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiksins og varamaðurinn Fernando Torres tryggði þeim svo jafnteflið með marki í uppbótartíma síðari hálfleiksins. Barcelona var þó miklu, miklu meira með boltann og átti hættulegri færi. Það allra hættulegasta kom í upphafi síðari hálfleiks þegar vítaspyrna var dæmd á Chelsea. Lionel Messi, af öllum mönnum, þrumaði þó knettinum í slána. Barcelona sótti og sótti eftir þetta og minnti sóknarleikur liðsins á eilífa handboltasókn gegn þéttri varnarlínu Chelsea sem tókst á einhvern ótrúlegan máta að halda markinu hreinu. Chelsea hefði dugað 2-1 tap til að komast í úrslitaleikinn á útivallarmarkinu. Mark Torres var því ekkert annað en ísköld vatnsgusa í andlit heimamanna sem trúðu vart eigin augum. Fórnarkostnaðurinn var þó talsverður hjá Chelsea því þeir Terry, Branislav Ivanovic, Ramires og Raul Meireles verða allir í leikbanni í úrslitaleiknum í München í maí. Þá er óvíst hvort að Gary Cahill geti spilað en hann fór meiddur af velli í kvöld. En niðurstaðan er engu að síður stórglæsileg fyrir þá ensku, ekki síst knattspyrnustjórann Roberto Di Matteo sem tók við af Andre Villas-Boas sem var rekinn á miðju tímabili. Síðan þá hefur gengi þeirra bláklæddu verið með ólíkindum og sér ekki enn fyrir endann á þeirri sögu - sem er lyginni líkust. Di Matteo stillti upp sama byrjunarliði og í fyrri leiknum. Það þýðir að Didier Drogba, sem skoraði sigurmarkið í síðustu viku, var í byrjunarliðinu eftir að hafa hvílt í leiknum gegn Arsenal um helgina. Frank Lampard, Juan Mata og Ramires voru einnig allir í liðinu á ný. Hjá heimamönnum voru Alexis Sanchez og Isaac Cuenca aftur komnir inn í byrjunarliðið en hvorugur byrjaði í stórleiknum gegn Real Madrid um helgina. Sanchez kom reyndar inn á sem varamaður og skoraði eina mark Börsunga í leiknum. Cesc Fabregas og Gerard Pique voru einnig kallaðir aftur inn í liðið og þeir Messi, Xavi og Iniesta voru á sínum stað. Bakvörðurinn Dani Alves var hins vegar á bekknum að þessu sinni þar sem Pep Guardiola, stjóri Börsunga, stillti upp þremur varnarmönnum - þeim Puyol, Pique og Mascherano. Sergio Busquets mun svo sinna varnarhlutverki á miðjunni en aðrir leikmenn teljast nokkuð sóknarþenkjandi. Börsungar byrjuðu betur en án þess að skapa sér verulega hættu við mark andstæðingsins. Helst var að Lionel Messi komst í álitlegt skotfæri strax á fjórðu mínútu en boltinn hafnaði í hliðarnetinu. Bæði lið misstu þó leikmenn af velli vegna meiðsla á upphafsmínútunum. Fyrst meiddist varnarmaðurinn Gary Cahill þegar hann rann til í grasinu í eigin vítateig. Hann greip um aftanvert vinstra lærið og þó svo að hann hafi reynt að þrauka í nokkrar mínútur til viðbótar þurfti hann að lokum að láta skipta sér af velli. Jose Bosingwa kom inn á í hans stað. Gerard Pique, varnarmaður Börsunga, var svo næstur. Hann fékk slæmt höfuðhögg frá Victor Valdes markverði er þeir stukku báðir upp í boltann eftir langa sendingu fram á völlinn. Pique virtist einfaldlega steinrotaður en hann var þó staðinn upp stuttu síðar og reyndi að spila áfram. Um fimm mínútum síðar játaði hann sig þó sigraðan og var skipt út af fyrir Dani Alves. Hann hafði í millitíðinni orðið undir í baráttu við Drogba sem var nálægt því að komast í hættulegt færi. En sóknarþungi Börsunga hélt áfram að aukast og á 20. mínútu áttu þeir Messi og Fabregas snoturt þríhyrningsspil í gegnum vörn Chelsea. Messi komst einn gegn Petr Cech markverði sem varði þó glæsilega frá Argentínumanninum snjalla. Heimamenn gáfust ekki upp og héldu áfram að reyna að þræða sig í gegnum vörn Chelsea. Það bar árangur á 35. mínútu þegar Dani Alves galopnaði ensku vörnina með flottri sendingu inn í teiginn á Isaac Cuenca. Sá gerði skynsamlega og renndi boltanum inn í miðjan teiginn þar sem Busquets var mættur og renndi boltanum örugglega í netið. Til að bæta gráu á svart fékk svo John Terry, fyrirliði Chelsea, beint rautt spjald aðeins tveimur mínútum síðar. Alexis Sanchez stóð kyrr og sneri bakinu í Terry sem kom upp að honum og rak hnéð í aftanvert læri hans. Cüneyt Çakir, tyrkneskur dómari leiksins, sýndi Terry umsvifalaust rauða spjaldið - þrátt fyrir mikil mótmæli Chelsea-manna. Barcelona gekk á lagið. Chelsea var nú búið að missa báða miðverði sína af velli og það nýttu Börsungar sér. Lionel Messi fékk boltann fyrir framan vítateiginn - þar sem hann hefur oft reynst svo hættulegur - og átti hárnákvæma stungusendingu inn á Andres Iniesta. Sá afgreiddi knöttinn örugglega í netið og gerði þar með nánast út um leikinn. Eða hvað? Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerðist hið ótrúlega. Chelsea komst í skyndisókn og átti Frank Lampard flotta stungusendingu inn fyrir vörn Barcelona og beint inn í hlaupaleið Brasilíumannsins Ramires. Hann gerði engin mistök og vippaði boltanum snyrtilega yfir Valdes í markinu. Síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks voru ótrúlegar. Þrjú mörk og eitt rautt spjald en niðurstaðan að honum loknum sú að Chelsea-menn, þrátt fyrir að hafa verið manni færri, náðu að jafna metin með dýrmætu útivallarmarki. Dramatíkin hélt áfram í upphafi seinni hálfleiks. Aðeins þremur mínútum eftir að leikurinn var flautaður á á ný braut Didier Drogba á Cesc Fabregas í vítateignum og því vítaspyrna dæmd. En Lionel Messi, ótrúlega nokk, skoraði ekki úr vítinu heldur skaut hann boltanum í slána. Barcelona hélt áfram að stýra leiknum og sótti nánast látlaust. Chelsea-vörnin, þótt lemstruð væri, hélt þó sjó og stóð af sér áhlaup heimamanna fyrst um sinn. Chelsea-menn komust svo loksins í sókn eftir um 20 mínútna leik og uppskáru hornspyrnu. Branislav Ivanovic komst meira að segja nálægt því að skora eftir hana en skalli hans fór framhjá marki heimamanna. Fátt breyttist á fyrstu 25 mínútum síðari hálfleiksins. Barcelona var nánast alltaf með boltann á vallarhelmingi gestanna sem voru með alla sína tíu leikmenn fyrir aftan boltann. Sóknarleikur Börsunga minnti á afar langa handboltasókn þar sem menn reyndu eins og þeir gátu að finna gegnumbrotið. Barcelona kom boltanum loksins í markið á 82. mínútu en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Um mínútu síðar átti svo Messi skot sem rataði alla leið að marki en hafnaði í stönginni. Það var sama hvað menn reyndu - heilladísirnar voru einfaldlega ekki á bandi Barcelona í þetta skiptið. Hið ótrúlega gerðist svo í uppbótartímanum. Chelsea komst í skyndisókn og Torres, sem hafði komið inn á sem varamaður fyrir Drogba skömmu áður, skoraði annað mark Chelsea og gulltryggði liðinu þar með farseðilinn til München. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira
Chelsea tókst hið ótrúlega í kvöld og tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Barcelona á Nou Camp í hreint ótrúlegum knattspyrnuleik. Þetta gerðu þeir ensku þrátt fyrir að hafa misst John Terry, fyrirliða, af velli með rautt spjald og lent 2-0 undir í fyrri hálfleik. Ramires minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiksins og varamaðurinn Fernando Torres tryggði þeim svo jafnteflið með marki í uppbótartíma síðari hálfleiksins. Barcelona var þó miklu, miklu meira með boltann og átti hættulegri færi. Það allra hættulegasta kom í upphafi síðari hálfleiks þegar vítaspyrna var dæmd á Chelsea. Lionel Messi, af öllum mönnum, þrumaði þó knettinum í slána. Barcelona sótti og sótti eftir þetta og minnti sóknarleikur liðsins á eilífa handboltasókn gegn þéttri varnarlínu Chelsea sem tókst á einhvern ótrúlegan máta að halda markinu hreinu. Chelsea hefði dugað 2-1 tap til að komast í úrslitaleikinn á útivallarmarkinu. Mark Torres var því ekkert annað en ísköld vatnsgusa í andlit heimamanna sem trúðu vart eigin augum. Fórnarkostnaðurinn var þó talsverður hjá Chelsea því þeir Terry, Branislav Ivanovic, Ramires og Raul Meireles verða allir í leikbanni í úrslitaleiknum í München í maí. Þá er óvíst hvort að Gary Cahill geti spilað en hann fór meiddur af velli í kvöld. En niðurstaðan er engu að síður stórglæsileg fyrir þá ensku, ekki síst knattspyrnustjórann Roberto Di Matteo sem tók við af Andre Villas-Boas sem var rekinn á miðju tímabili. Síðan þá hefur gengi þeirra bláklæddu verið með ólíkindum og sér ekki enn fyrir endann á þeirri sögu - sem er lyginni líkust. Di Matteo stillti upp sama byrjunarliði og í fyrri leiknum. Það þýðir að Didier Drogba, sem skoraði sigurmarkið í síðustu viku, var í byrjunarliðinu eftir að hafa hvílt í leiknum gegn Arsenal um helgina. Frank Lampard, Juan Mata og Ramires voru einnig allir í liðinu á ný. Hjá heimamönnum voru Alexis Sanchez og Isaac Cuenca aftur komnir inn í byrjunarliðið en hvorugur byrjaði í stórleiknum gegn Real Madrid um helgina. Sanchez kom reyndar inn á sem varamaður og skoraði eina mark Börsunga í leiknum. Cesc Fabregas og Gerard Pique voru einnig kallaðir aftur inn í liðið og þeir Messi, Xavi og Iniesta voru á sínum stað. Bakvörðurinn Dani Alves var hins vegar á bekknum að þessu sinni þar sem Pep Guardiola, stjóri Börsunga, stillti upp þremur varnarmönnum - þeim Puyol, Pique og Mascherano. Sergio Busquets mun svo sinna varnarhlutverki á miðjunni en aðrir leikmenn teljast nokkuð sóknarþenkjandi. Börsungar byrjuðu betur en án þess að skapa sér verulega hættu við mark andstæðingsins. Helst var að Lionel Messi komst í álitlegt skotfæri strax á fjórðu mínútu en boltinn hafnaði í hliðarnetinu. Bæði lið misstu þó leikmenn af velli vegna meiðsla á upphafsmínútunum. Fyrst meiddist varnarmaðurinn Gary Cahill þegar hann rann til í grasinu í eigin vítateig. Hann greip um aftanvert vinstra lærið og þó svo að hann hafi reynt að þrauka í nokkrar mínútur til viðbótar þurfti hann að lokum að láta skipta sér af velli. Jose Bosingwa kom inn á í hans stað. Gerard Pique, varnarmaður Börsunga, var svo næstur. Hann fékk slæmt höfuðhögg frá Victor Valdes markverði er þeir stukku báðir upp í boltann eftir langa sendingu fram á völlinn. Pique virtist einfaldlega steinrotaður en hann var þó staðinn upp stuttu síðar og reyndi að spila áfram. Um fimm mínútum síðar játaði hann sig þó sigraðan og var skipt út af fyrir Dani Alves. Hann hafði í millitíðinni orðið undir í baráttu við Drogba sem var nálægt því að komast í hættulegt færi. En sóknarþungi Börsunga hélt áfram að aukast og á 20. mínútu áttu þeir Messi og Fabregas snoturt þríhyrningsspil í gegnum vörn Chelsea. Messi komst einn gegn Petr Cech markverði sem varði þó glæsilega frá Argentínumanninum snjalla. Heimamenn gáfust ekki upp og héldu áfram að reyna að þræða sig í gegnum vörn Chelsea. Það bar árangur á 35. mínútu þegar Dani Alves galopnaði ensku vörnina með flottri sendingu inn í teiginn á Isaac Cuenca. Sá gerði skynsamlega og renndi boltanum inn í miðjan teiginn þar sem Busquets var mættur og renndi boltanum örugglega í netið. Til að bæta gráu á svart fékk svo John Terry, fyrirliði Chelsea, beint rautt spjald aðeins tveimur mínútum síðar. Alexis Sanchez stóð kyrr og sneri bakinu í Terry sem kom upp að honum og rak hnéð í aftanvert læri hans. Cüneyt Çakir, tyrkneskur dómari leiksins, sýndi Terry umsvifalaust rauða spjaldið - þrátt fyrir mikil mótmæli Chelsea-manna. Barcelona gekk á lagið. Chelsea var nú búið að missa báða miðverði sína af velli og það nýttu Börsungar sér. Lionel Messi fékk boltann fyrir framan vítateiginn - þar sem hann hefur oft reynst svo hættulegur - og átti hárnákvæma stungusendingu inn á Andres Iniesta. Sá afgreiddi knöttinn örugglega í netið og gerði þar með nánast út um leikinn. Eða hvað? Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerðist hið ótrúlega. Chelsea komst í skyndisókn og átti Frank Lampard flotta stungusendingu inn fyrir vörn Barcelona og beint inn í hlaupaleið Brasilíumannsins Ramires. Hann gerði engin mistök og vippaði boltanum snyrtilega yfir Valdes í markinu. Síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks voru ótrúlegar. Þrjú mörk og eitt rautt spjald en niðurstaðan að honum loknum sú að Chelsea-menn, þrátt fyrir að hafa verið manni færri, náðu að jafna metin með dýrmætu útivallarmarki. Dramatíkin hélt áfram í upphafi seinni hálfleiks. Aðeins þremur mínútum eftir að leikurinn var flautaður á á ný braut Didier Drogba á Cesc Fabregas í vítateignum og því vítaspyrna dæmd. En Lionel Messi, ótrúlega nokk, skoraði ekki úr vítinu heldur skaut hann boltanum í slána. Barcelona hélt áfram að stýra leiknum og sótti nánast látlaust. Chelsea-vörnin, þótt lemstruð væri, hélt þó sjó og stóð af sér áhlaup heimamanna fyrst um sinn. Chelsea-menn komust svo loksins í sókn eftir um 20 mínútna leik og uppskáru hornspyrnu. Branislav Ivanovic komst meira að segja nálægt því að skora eftir hana en skalli hans fór framhjá marki heimamanna. Fátt breyttist á fyrstu 25 mínútum síðari hálfleiksins. Barcelona var nánast alltaf með boltann á vallarhelmingi gestanna sem voru með alla sína tíu leikmenn fyrir aftan boltann. Sóknarleikur Börsunga minnti á afar langa handboltasókn þar sem menn reyndu eins og þeir gátu að finna gegnumbrotið. Barcelona kom boltanum loksins í markið á 82. mínútu en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Um mínútu síðar átti svo Messi skot sem rataði alla leið að marki en hafnaði í stönginni. Það var sama hvað menn reyndu - heilladísirnar voru einfaldlega ekki á bandi Barcelona í þetta skiptið. Hið ótrúlega gerðist svo í uppbótartímanum. Chelsea komst í skyndisókn og Torres, sem hafði komið inn á sem varamaður fyrir Drogba skömmu áður, skoraði annað mark Chelsea og gulltryggði liðinu þar með farseðilinn til München.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira