Mario Gomez tryggði Bayern sigur á Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2012 18:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni á Allianz Arena í kvöld þegar liðið vann Real Madrid 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern hefur þar með unnið alla sjö heimaleiki sína í keppninni á þessu tímabili og Real Madrid tókst ekki að bæta úr döpru gengi sínu á þýskri grundu. Mario Gomez var hetja Bayern þegar hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma en hann hefur þar með skorað tólf mörk í tíu leikjum í keppninni. Mesut Özil hafði jafnað fyrir Real Madrid í upphafi seinni hálfleiksins en Bæjarar áttu góðan endasprett og tryggðu sér mikilvægan sigur. Real Madrid byrjaði vel og Karem Benzema fékk flott færi strax á áttundu mínútu eftir flotta stungusendingu frá Mesut Özil en Manuel Neuer varði vel frá honum. Bayern tók öll völd á vellinum eftir smá vandræði í byrjun og Real Madrid komst lítið áleiðis eftir það. Bayern var búið að eiga nokkrar lofandi sóknir þegar kom að fyrsta marki leiksins. Franck Ribery kom Bayern í 1-0 strax á 17. mínútu þegar boltinn barst til hans í teignum eftir fasta hornspyrnu Toni Kroos. Ribery skoraði með föstu óverjandi skoti en skömmu áður hafði hann lent upp á kant við varnarmenn Real þegar hann reyndi að fiska vítaspyrnu. Endursýning af markinu leiddi þó í ljós að Luiz Gustavo Dias var líklega rangstæður þegar hann stóð fyrir framan Iker Casillas í marki Real Madrid. Real Madrid ógnaði strax í skyndisóknum sínum í upphafi seinni hálfleiks. Jerome Boateng komst fyrir skot frá Karim Benzema á 50. mínútu en þremur mínútum síðar náði Mesut Özil síðan að jafna leikinn. Cristiano Ronaldo slapp þá einn í gegn en átti skelfilegt skot sem Neuer varði. Real náði frákastinu og boltinn endaði að lokum aftur á Ronaldo sem sendi boltann fyrir á Özil sem skoraði af mjög stuttu færi. Vörn Bæjara sofnaði þarna algjörlega á verðinum. Thomas Müller kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og lífgaði mikið upp á sóknarleik liðsins sem var búinn að vera daufur í seinni hálfleiknum. Tíu mínútum síðar fékk Mario Gomez algjört dauðfæri eftir aukaspyrnu en skot hans fór yfir. Skömmu síðar skallaði Gomez yfir eftir góða fyrirgjöf Philipp Lahm og pressa Bæjara var að aukast hægt og rólega. Mario Gomez vildi fá vítaspyrnu á 87. mínútu en það leit út fyrir hann hefði verið búinn að missa boltann eftir tæklingu frá Sergio Ramos. Gomez var þó ekki búinn að syngja sitt síðasta því hann skoraði á 90. mínútu eftir enn eina fyrirgjöf frá Philipp Lahm sem átti stórleik í kvöld. Það reyndist vera sigurmark leiksins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Sjá meira
Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni á Allianz Arena í kvöld þegar liðið vann Real Madrid 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern hefur þar með unnið alla sjö heimaleiki sína í keppninni á þessu tímabili og Real Madrid tókst ekki að bæta úr döpru gengi sínu á þýskri grundu. Mario Gomez var hetja Bayern þegar hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma en hann hefur þar með skorað tólf mörk í tíu leikjum í keppninni. Mesut Özil hafði jafnað fyrir Real Madrid í upphafi seinni hálfleiksins en Bæjarar áttu góðan endasprett og tryggðu sér mikilvægan sigur. Real Madrid byrjaði vel og Karem Benzema fékk flott færi strax á áttundu mínútu eftir flotta stungusendingu frá Mesut Özil en Manuel Neuer varði vel frá honum. Bayern tók öll völd á vellinum eftir smá vandræði í byrjun og Real Madrid komst lítið áleiðis eftir það. Bayern var búið að eiga nokkrar lofandi sóknir þegar kom að fyrsta marki leiksins. Franck Ribery kom Bayern í 1-0 strax á 17. mínútu þegar boltinn barst til hans í teignum eftir fasta hornspyrnu Toni Kroos. Ribery skoraði með föstu óverjandi skoti en skömmu áður hafði hann lent upp á kant við varnarmenn Real þegar hann reyndi að fiska vítaspyrnu. Endursýning af markinu leiddi þó í ljós að Luiz Gustavo Dias var líklega rangstæður þegar hann stóð fyrir framan Iker Casillas í marki Real Madrid. Real Madrid ógnaði strax í skyndisóknum sínum í upphafi seinni hálfleiks. Jerome Boateng komst fyrir skot frá Karim Benzema á 50. mínútu en þremur mínútum síðar náði Mesut Özil síðan að jafna leikinn. Cristiano Ronaldo slapp þá einn í gegn en átti skelfilegt skot sem Neuer varði. Real náði frákastinu og boltinn endaði að lokum aftur á Ronaldo sem sendi boltann fyrir á Özil sem skoraði af mjög stuttu færi. Vörn Bæjara sofnaði þarna algjörlega á verðinum. Thomas Müller kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og lífgaði mikið upp á sóknarleik liðsins sem var búinn að vera daufur í seinni hálfleiknum. Tíu mínútum síðar fékk Mario Gomez algjört dauðfæri eftir aukaspyrnu en skot hans fór yfir. Skömmu síðar skallaði Gomez yfir eftir góða fyrirgjöf Philipp Lahm og pressa Bæjara var að aukast hægt og rólega. Mario Gomez vildi fá vítaspyrnu á 87. mínútu en það leit út fyrir hann hefði verið búinn að missa boltann eftir tæklingu frá Sergio Ramos. Gomez var þó ekki búinn að syngja sitt síðasta því hann skoraði á 90. mínútu eftir enn eina fyrirgjöf frá Philipp Lahm sem átti stórleik í kvöld. Það reyndist vera sigurmark leiksins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Sjá meira