Chelsea komst naumlega áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2012 18:14 Nordic Photos / AFP Chelsea er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Benfica á heimavelli í kvöld. Chelsea vann samanlagt 3-1 sigur og mætir nú Barcelona í undanúrslitunum síðar í mánuðinum. Það stóð þó tæpt á lokamínútunum því staðan var 1-1 þegar skammt var til leiksloka og Benfica hefði dugað eitt mark til viðbótar til að slá Chelsea úr leik. En þökk sé marki varamannsins Raul Meireles í uppbótartíma náði Chelsea að gulltryggja sæti sitt í undanúrslitum keppninnar. Frank Lampard skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu úr vítaspyrnu. Javi Garcia braut þá á Ashley Cole og Lampard skoraði örugglega. Undir lok fyrri hálfleiksins fékk svo Maxi Pereira, fyrirliði Benfica, að líta rauða spjaldið fyrir sína aðra áminningu í leiknum. Það var því fátt sem benti til þess að þeim portúgölsku tækist að koma sér aftur inn í leikinn, manni færri. Benfica lét þó ekki segjast og fékk sín færi í seinni hálfleik. Petr Cech varði glæsilega frá Oscar Cardozo snemma í hálfleiknum en stuttu síðar fékk reyndar Ramires gullið tækifæri til að koma Chelsea tveimur mörkum yfir en brenndi af fyrir opnu marki. Fernando Torres og Juan Mata komust svo báðir nálægt því að skora fyrir Chelsea en án árangurs þó. Það átti eftir að reynast dýrkeypt því Benfica náði að jafna metin um sex mínútum fyrir leikslok. Garcia skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu en hann nýtti sér slakan varnarleik heimamanna og var dauðafrír á nærstöng. Benfica sótti nokkuð eftir þetta, þrátt fyrir að hafa verið manni færri, en heimamönnum til mikils léttis náði Mereiles að tryggja sínum mönnum sigurinn með marki úr skyndisókn í uppbótartíma. Chelsea fær nú það erfiða verkefni að mæta Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í undanúrslitum en leikirnir fara fram dagana 18. og 24. apríl. Meistaradeild Evrópu Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Sjá meira
Chelsea er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Benfica á heimavelli í kvöld. Chelsea vann samanlagt 3-1 sigur og mætir nú Barcelona í undanúrslitunum síðar í mánuðinum. Það stóð þó tæpt á lokamínútunum því staðan var 1-1 þegar skammt var til leiksloka og Benfica hefði dugað eitt mark til viðbótar til að slá Chelsea úr leik. En þökk sé marki varamannsins Raul Meireles í uppbótartíma náði Chelsea að gulltryggja sæti sitt í undanúrslitum keppninnar. Frank Lampard skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu úr vítaspyrnu. Javi Garcia braut þá á Ashley Cole og Lampard skoraði örugglega. Undir lok fyrri hálfleiksins fékk svo Maxi Pereira, fyrirliði Benfica, að líta rauða spjaldið fyrir sína aðra áminningu í leiknum. Það var því fátt sem benti til þess að þeim portúgölsku tækist að koma sér aftur inn í leikinn, manni færri. Benfica lét þó ekki segjast og fékk sín færi í seinni hálfleik. Petr Cech varði glæsilega frá Oscar Cardozo snemma í hálfleiknum en stuttu síðar fékk reyndar Ramires gullið tækifæri til að koma Chelsea tveimur mörkum yfir en brenndi af fyrir opnu marki. Fernando Torres og Juan Mata komust svo báðir nálægt því að skora fyrir Chelsea en án árangurs þó. Það átti eftir að reynast dýrkeypt því Benfica náði að jafna metin um sex mínútum fyrir leikslok. Garcia skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu en hann nýtti sér slakan varnarleik heimamanna og var dauðafrír á nærstöng. Benfica sótti nokkuð eftir þetta, þrátt fyrir að hafa verið manni færri, en heimamönnum til mikils léttis náði Mereiles að tryggja sínum mönnum sigurinn með marki úr skyndisókn í uppbótartíma. Chelsea fær nú það erfiða verkefni að mæta Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í undanúrslitum en leikirnir fara fram dagana 18. og 24. apríl.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Sjá meira