Björn Bergmann lofaður í hástert í Noregi Stefán Hirst Friðriksson skrifar 25. mars 2012 15:00 Björn Bergmann á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfleikana en hann er hálfbróðir Jóhannesar Karls, Bjarna og Þórðar Guðjónssonar. nordic photos/ghetty images Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm, var óánægður með leik sinna manna i jafnteflinu við nýliða Hønefoss í fyrstu umferð norsku deildarinnar sem hófst á föstudaginn. Hann ásamt landsliðsmiðverðinum Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Hønefoss, fór fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson eftir leik. Haglund var ánægður með sinn mann og sagði hann sennilega ekki verða mikið lengur í norsku deildinni. „Á stórum köflum í leikjum er hann stórkostlegur. Hann er frábær leikmaður og getum við vonandi haldið honum sem lengst innan okkar raða. Það mun eitthvert stórt lið sækjast eftir þjónustu hann fyrr en síðar og getum við ekkert gert í því. Það er enginn leikmaður í Skandinavíu, tuttugu og þriggja ára og yngri sem kemst í hálfkvist við Björn Bergmann," sagði Haglund í samtali við Nettavisen. Kristján Örn tók í sama streng og sagði hann að Björn ætti eftir að ná langt í boltanum. „Hann er ennþá mjög ungur en hann er virkilega hæfileikaríkur. Hann hefur allt til alls til þess að ná langt," sagði Kristján Örn. Heldur sér á jörðinni þrátt fyrir áhuga stórliðaSögusagnir voru á lofti í vikunni um að ítölsku stórliðin Juventus, Inter og AC Milan væru að fylgjast með Birni Bergmann. Hann tekur þó slíkum sögusögnum með fyrirvara en segir þær vissulega spennandi. „Strákarnir í liðinu sögðu mér frá þessu. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í fótboltanum þannig að maður veit ekki hversu mikið er að marka þetta. En það væri vissulega frábært ef þeir væru að skoða mig þar sem þetta eru lið á heimsmælikvarða," sagði Björn Bergmann. „Ég er ekkert að flýta mér að komast að hjá einhverju stórliði. Ég reyni bara að gera mitt besta fyrir Lillestrøm og er það ómögulegt að segja hvenær ég tek næsta skrefið á ferlinum," bætti Björn við. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að að mínum eigin leik og ég þyrfti ég að fara að skora fleiri mörk. Ég hef ekki verið alveg nógu duglegur við að setja boltann í netið og ætla ég að bæta það," sagði Björn Bergmann að lokum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Markalaust í Íslendingaslagnum í norska boltanum Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag. 24. mars 2012 19:15 Mest lesið Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Sjá meira
Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm, var óánægður með leik sinna manna i jafnteflinu við nýliða Hønefoss í fyrstu umferð norsku deildarinnar sem hófst á föstudaginn. Hann ásamt landsliðsmiðverðinum Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Hønefoss, fór fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson eftir leik. Haglund var ánægður með sinn mann og sagði hann sennilega ekki verða mikið lengur í norsku deildinni. „Á stórum köflum í leikjum er hann stórkostlegur. Hann er frábær leikmaður og getum við vonandi haldið honum sem lengst innan okkar raða. Það mun eitthvert stórt lið sækjast eftir þjónustu hann fyrr en síðar og getum við ekkert gert í því. Það er enginn leikmaður í Skandinavíu, tuttugu og þriggja ára og yngri sem kemst í hálfkvist við Björn Bergmann," sagði Haglund í samtali við Nettavisen. Kristján Örn tók í sama streng og sagði hann að Björn ætti eftir að ná langt í boltanum. „Hann er ennþá mjög ungur en hann er virkilega hæfileikaríkur. Hann hefur allt til alls til þess að ná langt," sagði Kristján Örn. Heldur sér á jörðinni þrátt fyrir áhuga stórliðaSögusagnir voru á lofti í vikunni um að ítölsku stórliðin Juventus, Inter og AC Milan væru að fylgjast með Birni Bergmann. Hann tekur þó slíkum sögusögnum með fyrirvara en segir þær vissulega spennandi. „Strákarnir í liðinu sögðu mér frá þessu. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í fótboltanum þannig að maður veit ekki hversu mikið er að marka þetta. En það væri vissulega frábært ef þeir væru að skoða mig þar sem þetta eru lið á heimsmælikvarða," sagði Björn Bergmann. „Ég er ekkert að flýta mér að komast að hjá einhverju stórliði. Ég reyni bara að gera mitt besta fyrir Lillestrøm og er það ómögulegt að segja hvenær ég tek næsta skrefið á ferlinum," bætti Björn við. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að að mínum eigin leik og ég þyrfti ég að fara að skora fleiri mörk. Ég hef ekki verið alveg nógu duglegur við að setja boltann í netið og ætla ég að bæta það," sagði Björn Bergmann að lokum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Markalaust í Íslendingaslagnum í norska boltanum Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag. 24. mars 2012 19:15 Mest lesið Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Sjá meira
Markalaust í Íslendingaslagnum í norska boltanum Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag. 24. mars 2012 19:15