Gomez með fernu í stórsigri Bayern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2012 19:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Bayern München sýndi sannkallaða Barcelona-takta þegar liðið vann 7-0 stórsigur á Basel í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Allianz Arena í München í vor og ef marka má frammistöðu þýska liðsins í gær er allt eins líklegt að Bayern verði þar á heimavelli. Basel vann fyrri leikinn 1-0 en það var ljóst frá byrjun að þetta yrði langt og erfitt kvöld fyrir Svisslendingana sem voru mörgum númerum of litlir í kvöld. Arjen Robben og Franck Ribery fóru á kostum á köntunum og Mario Gomez var sem fyrr réttur maður á réttum stað í teignum. Gomez skoraði fjögur markanna og hefur þar með skorað 10 mörk í 7 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili - sannkallaðar Messi-tölur á ferðinni þar. Arjen Robben kom Bayern í 1-0 eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann hafði þá heppnina með sér þegar boltinn datt fyrir hann í teignum eftir að skot Thomas Müller fór í varnarmann. Thomas Müller kom Bayern síðan í 2-0 á 41. mínútu með skoti úr markteignum eftir fyrirgjöf frá Arjen Robben og þremur mínútum síðar var Mario Gomez búinn að skora þriðja markið eftir aukaspyrnu og sendingu Holger Badstuber. Gomez skoraði síðan þrjú mörk á fyrstu 22 mínútunum í seinni hálfleik og var þar með kominn með fernu í leiknum. Franck Ribery lagði upp öll mörkin fyrir hann. Arjen Robben hóf markaveisluna á 10. mínútu og það var síðan hann sem batt endi á hana með því að skora sjöunda markið níu mínútum fyrir leikslok eftir að hafa fengið stungusendingu frá Bastian Schweinsteiger. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Sjá meira
Bayern München sýndi sannkallaða Barcelona-takta þegar liðið vann 7-0 stórsigur á Basel í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Allianz Arena í München í vor og ef marka má frammistöðu þýska liðsins í gær er allt eins líklegt að Bayern verði þar á heimavelli. Basel vann fyrri leikinn 1-0 en það var ljóst frá byrjun að þetta yrði langt og erfitt kvöld fyrir Svisslendingana sem voru mörgum númerum of litlir í kvöld. Arjen Robben og Franck Ribery fóru á kostum á köntunum og Mario Gomez var sem fyrr réttur maður á réttum stað í teignum. Gomez skoraði fjögur markanna og hefur þar með skorað 10 mörk í 7 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili - sannkallaðar Messi-tölur á ferðinni þar. Arjen Robben kom Bayern í 1-0 eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann hafði þá heppnina með sér þegar boltinn datt fyrir hann í teignum eftir að skot Thomas Müller fór í varnarmann. Thomas Müller kom Bayern síðan í 2-0 á 41. mínútu með skoti úr markteignum eftir fyrirgjöf frá Arjen Robben og þremur mínútum síðar var Mario Gomez búinn að skora þriðja markið eftir aukaspyrnu og sendingu Holger Badstuber. Gomez skoraði síðan þrjú mörk á fyrstu 22 mínútunum í seinni hálfleik og var þar með kominn með fernu í leiknum. Franck Ribery lagði upp öll mörkin fyrir hann. Arjen Robben hóf markaveisluna á 10. mínútu og það var síðan hann sem batt endi á hana með því að skora sjöunda markið níu mínútum fyrir leikslok eftir að hafa fengið stungusendingu frá Bastian Schweinsteiger.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Sjá meira