Erlent

Fyrsta kjarnorkuknúna flugmóðurskipið rifið í brotajárn

Fyrsta kjarnorkuknúna flugmóðurskipið sem smíðað var í heiminum, USS Enterprise, er nú í sínni síðustu sjóferð en síðan verður það rifið í brotjárn.

Skipið er yfirleitt kallað Big E en það er lengsta flugmóðurskipið sem smíðað hefur verið. Big E var hleypt af stokkunum árið 1961 og hefur tekið þátt í átökum víða um heiminn síðan þá, eða allt frá Kúbudeilunni svokölluðu og til loftárásanna á Líbýu í fyrra þegar Muammar Gaddafi var steypt af stóli.

Á tímum Víetnam stríðsins voru yfir 2.000 árásarferðir flognar frá þessu flugmóðurskipi en um borð í því eru 90 orrustuþotur og 4.000 manna áhöfn.

Þótt Big E fari í brotaján mun nafn skipsins lifa áfram í bandaríska flotanum. Það er aldalöjng hefð fyrir því að skip með þessu nafni sé á sjó og þegar hefur verið ákveðið að nýtt flugmóðurskip sem verið er að smíða muni bera nafnið USS Enterprise.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×