Innlent

Tryggvi Þór: Ekki mitt hlutverk að fara út í sjoppu fyrir ráðherra

Tryggvi Þór Herbertsson gaf skýrslu fyrir Landsdómi í morgun. Að lokinni skýrslu veitti hann fréttamönnum viðtal. Aðspurður hvers vegna Geir H. Haarde hafi ekki beitt sér beint sjálfur gegn eigendum bankanna fremur en að Tryggvi Þór hafi alltaf verið að erindast í hans nafni, segir Tryggvi að menn verði að átta sig á að það hafi ekki verið hans hlutverk að skjótast út í sjoppu fyrir ráðherrann. Geir hafi tekið sameiningu bankanna mjög alvarlega og verið virkur í þeim aðgerðum síðsumars 2008.

Fram kom í skýrslu Tryggva fyrir Landsdómi í morgun að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi lýst sig andsnúinn sameiningu Glitnis og Landsbanka, en viðræður um hana hafi verið komnar þokkalega áleiðis. Þorbjörn Þórðarson var í Þjóðmenningarhúsi og ræddi ásamt öðrum fréttamönnum við Tryggva um skýrslu hans fyrir Landsdómi.

Sjá má myndskeið með viðtali við Tryggva í hlekk hér fyrir ofan eða með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×