Innlent

Menn í jakkafötum "eins og úlfahjarðir"

Lárentsínus
Lárentsínus
Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Landsbanka Íslands, sagði fyrir Landsdómi í dag að margir hafi sýnt eignum Landsbankans áhuga, eftir að skilanefndin tók til starfa. Hann sagði að margir "menn í jakkafötum" hefðu farið um eins og "úlfahjarðir" og viljað kaupa eignir bankans á slikk.

Það hafi verið ákvörðun skilanefndarinnar að selja ekki eignir bankans á slikk, heldur freista þess ávaxta eignirnar. Minnstu hefði muna að breska ríkið hefði leyst til sín eignir Landsbankans í London upp á 800 milljónir punda, og selt þær á brunaútsölu, en 100 milljóna punda fyrirgreiðsla breska seðlabankans, á síðustu stundu, hafi tryggt það að skilanefndin gat þjónustað eignir og haldið áfram að ávaxta þær.

Lárentsínus sagði að markaður fyrir eignasölu hefði verið erfiður allt frá því skilanefndin tók til starfa, og það hefði verið mat skilanefndarinnar að ávaxta eignirnar og halda vel utan um þær. Hann sagðist halda að endurheimtur krafna ættu að vera um 40 prósent, eins og staða mála væri nú, og það væri næstum allt upp í forgangskröfur, m.a. vegna Icesave.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×