Innlent

Jóhanna: Geir gerði allt sem hann gat

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að Geir Haarde hafi gert allt það sem hann gat til þess að leysa þann vanda sem var uppi í efnahagslífinu árið 2008. Þetta sagði Jóhanna þegar hún bar vitni fyrir Landsdómi í dag. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, spurði Jóhönnu hvernig vandinn í efnahagslífinu hefði blasað við henni.

„Ef ég má segja það að þá birtist þessi hætta mér fyrst 2006 varðandi það að þá var virkileg hætta varðandi fjármálastöðugleika að mínu mati," sagði Jóhanna, sem var félagsmálaráðherra í stjórn Geirs. Þá hafi hún beint margsinnis fyrirspurnum til þáverandi viðskiptaráðherra um minikreppuna sem var uppi. Greiningar erlendis frá á íslensku efnahagslífi hefðu valdið áhyggjum.

„Síðan er það þá 2008 þar sem þessi óróleiki er verulega mikill uppi og þessi lausafjárvandi," sagði Jóhanna. „Ég held að Geir Haarde hafi gert allt það sem í hans valdi stóð til þess að takast á við þennan vanda," sagði Jóhanna.

Hann hefði birst í því að reynt hafi verið að styrkja gjaldeyrisvaraforðann með gjaldmiðlaskiptasamningi. „Hann sem oddviti ríkisstjóranrinnar og oddviti samfylkingarinnar reyndu allt sem þau gátu til að leysa þann lausafjárvanda semþar var uppi," sagði Jóhanna. Jóhanna tók undir það sem önnur vitni hafa sagt um að ekki hefði verið hægt fyrir bankana að minnka efnahagsreikning sína árið 2008 með sölu eigna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×