Enski boltinn

Comolli: Stórstjörnur vilja koma til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Damien Comolli er hér lengst til hægri.
Damien Comolli er hér lengst til hægri. Nordic Photos / Getty Images
Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, segir að margar stórstjörnur úr knattspyrnuheiminum vilji koma til félagsins nú í sumar. Sigur liðsins í enska deilabikarnum muni aðeins ýta undir það.

Liverpool hafði betur gegn Cardiff í úrslitum keppninnar í gær eftir sigur í vítaspyrnukeppni. Er þetta fyrsti titilinn eftir að John Henry keypti félagið árið 2010.

„Við vitum af mörgum leikmönnum sem vilja koma til okkar í sumar vegna þess að þeir hafa trú á okkar verkefni," sagði Comolli. „Það vita allir í Evrópu hvað Liverpool ætlar sér að gera. Nú erum við komnir í Evrópukeppnina og komnir með þennan bikar. Þetta er allt mjög jákvætt."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.