Turbine Potsdam, lið Margrétar Láru Viðarsdóttur, tapaði dýrmætum stigum um helgina þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti botnliði Bayer Leverkusen en það voru fréttirnar eftir leikinn sem voru þó enn meira áfall fyrir félagið.
Þýsku landsliðskonurnar Babette Peter, Viola Odebrecht og Bianca Schmidt tilkynntu þá þjálfaranum að þær ætluðu ekki að spila áfram með Turbine Potsdam á næsta tímabili. Engin þeirra ákvað að taka nýju samningstilboði frá félaginu.
Miðjumaðurinn Viola Odebrecht fer til VfL Wolfsburg, varnarmaðurinn Bianca Schmidt er á leiðinni til erkifjendanna í 1 FFC Frankfurt og Wolfsburg og Frankfurt keppast um að semja við varnarmanninn Babette Peter.
Þessir þrír leikmenn hafa verið með í titlum þýska landsliðsins undanfarin ár en þar á meðal eru fjórir meistaratitlar og sigur í Meistaradeildinni 2010.
Þær Peter, Odebrecht og Schmidt eru jafnframt einu leikmenn Turbine Potsdam í landsliðshóp Þýskalands í Algarvebikarnum sem hefst á morgun en Ísland mætir þá einmitt Þýskalandi í fyrsta leik.
Þrjár þýskar landsliðskonur yfirgefa Turbine Potsdam í vor
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn


„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
