Uli Höness, forseti Bayern München, er æfur út í þýska fjölmiðlamenn því hann vill meina að Hollendingurinn Arjen Robben hafi breytt leikstíl sínum vegna gagnrýni fjölmiðlamanna.
Bayern lagði Schalke um helgina og er fjórum stigum á eftir toppliði Dortmund.
"Það eru stanslausar nornaveiðar hjá fjölmiðlamönnum gegn okkar leikmönnum. Ef fjölmiðlar hefðu ekki verið að djöflast svona í Arjen síðustu vikur þá hefði hann skorað tvö eða þrjú mörk í leiknum," sagði Höness reiður.
"Allt þetta helvítis kjaftæði um að hann sé eigingjarn leikmaður hefur orðið þess valdandi að hann er farinn að gefa boltann þegar hann getur farið sjálfur. Þið eruð farnir að hafa allt of mikil áhrif á leikinn."
Höness segir fjölmiðla hafa eyðilagt leikstíl Robben

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn
