Innlent

"Samkynhneigð er ekki val um lífstíl“

Árni Grétar Jóhannson, formaður Samtakanna 78.
Árni Grétar Jóhannson, formaður Samtakanna 78.
„Samkynhneigð er ekki val um lífstíl," sagði Árni Grétar Jóhannson, formaður Samtakanna 78, í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag.

Árni var spurður út í afstöðu Samtakanna 78 til umdeildra ummæla Snorra Óskarssonar um samkynhneigð.

„Við hjá Samtökunum 78 stöndum vörð um tjáningarfrelsið en við gleymum því þó ekki að orðum fylgja ábyrgð og það verður að hafa í huga í tilfelli Snorra." Árni bendir á að ungt hinsegin fólk sé viðkvæmt fyrir og að slík orðræða sé ekki til þess fallin að auðvelda þeim lífið.

Í kjölfar bloggfærslunnar var Snorra vikið frá störfum tímabundið.

Árni sagði að samtökin hafi ekki farið fram á að Snorra yrði vikið frá störfum. „Við kröfðumst þess ekki en við fögnum þó vinnubrögðum Akureyrarbæjar."

„Við höfum fylgst með skrifum Snorra í nokkurn tíma og við erum afar ánægð með að kerfið hafi tekið á vandamálinu," sagði Árni

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.