Innlent

Breskir göngumenn í vandræðum upp á Vatnajökli

Vatnajökull.
Vatnajökull.
Björgunarfélag Hornafjarðar var kallað út um klukkan hálf tíu í morgun til að sækja tvo breska ferðamenn sem eru í vandræðum í Norðlingalægð á miðjum Vatnajökli. Eru þeir blautir og hraktir og tjald þeirra brotið.

Mennirnir hugðust ganga frá Kirkjubæjarklaustri, yfir Vatnajökul og til Hafnar. Lítur út fyrir að þeir séu búnir að vera á ferðinni í mánuð og að þeir hafi gefið sér allt að 50 daga til að ljúka þessari göngu.

Í morgun náðu þeir sambandi við Bresku strandgæsluna og þaðan barst aðstoðarbeiðni til Neyðarlínunnar. Gervihnattasími mannanna er straumlítill en gera björgunarsveitir ráð fyrir að hafa aftur samband við þá í hádeginu.

Um 15 manns frá Björgunarfélaginu taka þátt í aðgerðinni og er farið á þremur bílum og fjórum sleðum á staðinn. Ekki er vitað hversu langan tíma það mun taka en fara þarf hátt í 50 km á jökli til að komast að mönnunum. Vonast er til að hægt verði að koma þeim til byggða fyrir kvöldið því spár gera ráð fyrir versnandi veðri þegar líður á daginn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.