Erlent

Þriðji minnsti fyrirburi veraldar heldur heim

Melinda þurfti að gangast undir augnaðgerð stuttu eftir fæðingu.
Melinda þurfti að gangast undir augnaðgerð stuttu eftir fæðingu. mynd/AP

Einn minnsti fyrirburi veraldar heldur brátt heim. Melinda Star Guido vó aðeins 270 grömm þegar hún fæddist en það er minna en lítil gosdós.

Melinda dvaldi á nýburadeild fyrstu mánuðina og þurfti að gangast undir fjölda aðgerða. Þar á meðal þurftu læknar að loka fyrir æð í auga hennar en vandamálið er algengt hjá nýburum.

Við fæðingu var Melinda þriðji minnsti fyrirburi veraldar. Nú er Melinda tvö kíló að þyngd og telja læknar að hún geti loks farið heim með móður sinni.

Meðgöngualdur Melindu var 24 vikur.

Aðeins 10% af þeim fyrirburum sem vega undir 300 grömm við fæðingu lifa af.

Læknar segja að bati Melindu sé hreint út sagt ótrúlegur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.