Erlent

Skipuleggur herferð gegn PIP eftir að púðinn rofnaði

Vanessa Halstead
Vanessa Halstead

Bresk leikkona skipuleggur nú herferð gegn framleiðendum PIP brjóstapúðana eftir að hennar eigin ígræðslur rifnuðu.



Vanessa Halstead hefur stofnað reikninga á Facebook og Twitter þar sem hún veitir konum upplýsingar um hvort og hvernig þær eigi að losa sig við púðana. Verkefnið kallast Justice 4 PIP Victims.



Hún biðlar einnig til heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi um herða reglur um brjóstaígræðslur.



Vanessa segir að púði í öðru brjósti hennar tekið að bólgna mikið fyrir nokkrum mánuðum. Undir ómsjá kom síðan í ljós að púðinn hafði rofnað. Hún lét fjarlægja púðann í síðustu viku.

Púðarnir sem fjarlægðir voru úr Vanessu.mynd/dailymail

Hún krefst þess að heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi bjóði konum upp á nýja brjóstapúða þeim að kostnaðarlausu.



„Þetta var mjög erfitt. Ég vildi ekki borga fyrir nýja aðgerð og ég vildi ekki heldur vera með ljóta húð eftir að púðarnir voru teknir."



Hægt er að lesa meira um verkefni Vanessu á heimasíðu hennar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×