Enski boltinn

Pires: Er bara að halda mér í formi og ætla ekki að spila með Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Pires og Thierry Henry.
Robert Pires og Thierry Henry. Mynd/Nordic Photos/Getty
Robert Pires hefur verið að æfa með Arsenal og einhverjir voru farnir að velta því fyrir sér hvort að hann ætlaði að reyna endurkomu í Arsenal-liðið eins og Thierry Henry gerði með frábærum árangri á móti Leeds á mánudagskvöldið.

„Það er alveg öruggt að ég er ekki að fara spila aftur með Arsenal. Hvorki ég né einhver hjá Arsenal erum að plana eitthvað slíkt. Ég er að bara að fá að æfa með liðinu til þess að halda mér í formi," sagði Robert Pires við franska blaðið L'Equipe en hann var meðal annars leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2001 til 2002.

„Hin fallega saga Henry og Arsenal heldur áfram en sagan mín hjá félaginu er á enda," bætti Pires við.

„Ég er að bíða eftir tilboði frá Asíu. Í dag eru allir á leiðinni til Kína og ég er í samningarviðræðum við lið þaðan. Ég hef einnig fengið tilboð frá Indlandi og það væri gaman að prófa það," sagði Pires sem lék með Arsenal á árunum 2000 til 2006








Fleiri fréttir

Sjá meira


×