Loksins sigur hjá Chelsea | Barton skoraði og fékk rautt 2. janúar 2012 11:42 Chelsea vann í dag sinn fyrsta sigur í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea sótti þá Wolves heim og vann afar nauman sigur. Heiðar Helguson var eini Íslendingurinn sem lék í úrvalsdeildinni í dag. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Wolves og Gylfi Þór Sigurðsson er ekki kominn til Swansea. Heiðar var í byrjunarliði QPR gegn Norwich. Þar var hinn nýbakaði faðir Joey Barton í aðalhlutverki. Hann skoraði fyrsta mark leiksins en fékk svo rautt spjald skömmu síðar fyrir að skalla leikmann Norwich. Sjónvarpsupptökur af atvikinu voru ekki mjög góðar en Barton var afar ósáttur við brottvísunina. Hann sagðist vera alsaklaus. Heiðar var nýfarinn af velli þegar Norwich skoraði sigurmark leiksins. Chelsea lenti í basli gegn Wolves og mátti þakka fyrir að missa ekki mann af velli í fyrri hálfleik. Lampard fékk gult spjald fyrir skrautlega tæklingu og Ashley Cole hefði hæglega getað fokið af velli með tvö gul en slapp með skrekkinn. Þess utan voru Úlfarnir að skapa sér betri færi. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins er Ramires kom Chelsea yfir með huggulega skoti í teignum. Fögnuður Chelsea-manna var táknrænn en nokkrir leikmenn liðsins söfnuðust saman og hlupu að stjóranum, Andre Villas-Boas. Miklar sögusagnir eru um ósætti í herbúðum Chelsea en leikmenn reyndu að slá á þær sögusagnir með þessum gjörningi. Ekki tóku þó allir leikmenn þátt í þessum fögnuði. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum nældu Úlfarnir í verðskuldað jöfnunarmark. Steven Ward skoraði þá með föstu skoti í teignum. Leikmenn Chelsea lögðu ekki árar í bát og Frank Lampard skoraði sigurmark leiksins einni mínútu fyrir leikslok. Sendi frá Cole í teiginn og Lampard framlengdi í netið.Úrslit dagsins:Aston Villa-Swansea 0-2 0-1 Nathan Dyer (5.), 0-2 Wayne Routledge (47.)Blackburn-Stoke 1-2 0-1 Peter Crouch (16.), 0-2 Peter Crouch (45.), 1-2 David Goodwillie (71.)QPR-Norwich 1-2 1-0 Joey Barton (11.), 1-1 Anthony Pilkington (41.), 1-2 Steve Morison (83.) Rautt spjald: Joey Barton, QPR (36.)Wolves-Chelsea 1-2 0-1 Ramires (54.), 1-1 Stephen Ward (85.), 1-2 Frank Lampard (89.) Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Chelsea vann í dag sinn fyrsta sigur í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea sótti þá Wolves heim og vann afar nauman sigur. Heiðar Helguson var eini Íslendingurinn sem lék í úrvalsdeildinni í dag. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Wolves og Gylfi Þór Sigurðsson er ekki kominn til Swansea. Heiðar var í byrjunarliði QPR gegn Norwich. Þar var hinn nýbakaði faðir Joey Barton í aðalhlutverki. Hann skoraði fyrsta mark leiksins en fékk svo rautt spjald skömmu síðar fyrir að skalla leikmann Norwich. Sjónvarpsupptökur af atvikinu voru ekki mjög góðar en Barton var afar ósáttur við brottvísunina. Hann sagðist vera alsaklaus. Heiðar var nýfarinn af velli þegar Norwich skoraði sigurmark leiksins. Chelsea lenti í basli gegn Wolves og mátti þakka fyrir að missa ekki mann af velli í fyrri hálfleik. Lampard fékk gult spjald fyrir skrautlega tæklingu og Ashley Cole hefði hæglega getað fokið af velli með tvö gul en slapp með skrekkinn. Þess utan voru Úlfarnir að skapa sér betri færi. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins er Ramires kom Chelsea yfir með huggulega skoti í teignum. Fögnuður Chelsea-manna var táknrænn en nokkrir leikmenn liðsins söfnuðust saman og hlupu að stjóranum, Andre Villas-Boas. Miklar sögusagnir eru um ósætti í herbúðum Chelsea en leikmenn reyndu að slá á þær sögusagnir með þessum gjörningi. Ekki tóku þó allir leikmenn þátt í þessum fögnuði. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum nældu Úlfarnir í verðskuldað jöfnunarmark. Steven Ward skoraði þá með föstu skoti í teignum. Leikmenn Chelsea lögðu ekki árar í bát og Frank Lampard skoraði sigurmark leiksins einni mínútu fyrir leikslok. Sendi frá Cole í teiginn og Lampard framlengdi í netið.Úrslit dagsins:Aston Villa-Swansea 0-2 0-1 Nathan Dyer (5.), 0-2 Wayne Routledge (47.)Blackburn-Stoke 1-2 0-1 Peter Crouch (16.), 0-2 Peter Crouch (45.), 1-2 David Goodwillie (71.)QPR-Norwich 1-2 1-0 Joey Barton (11.), 1-1 Anthony Pilkington (41.), 1-2 Steve Morison (83.) Rautt spjald: Joey Barton, QPR (36.)Wolves-Chelsea 1-2 0-1 Ramires (54.), 1-1 Stephen Ward (85.), 1-2 Frank Lampard (89.)
Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira