Loksins sigur hjá Chelsea | Barton skoraði og fékk rautt 2. janúar 2012 11:42 Chelsea vann í dag sinn fyrsta sigur í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea sótti þá Wolves heim og vann afar nauman sigur. Heiðar Helguson var eini Íslendingurinn sem lék í úrvalsdeildinni í dag. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Wolves og Gylfi Þór Sigurðsson er ekki kominn til Swansea. Heiðar var í byrjunarliði QPR gegn Norwich. Þar var hinn nýbakaði faðir Joey Barton í aðalhlutverki. Hann skoraði fyrsta mark leiksins en fékk svo rautt spjald skömmu síðar fyrir að skalla leikmann Norwich. Sjónvarpsupptökur af atvikinu voru ekki mjög góðar en Barton var afar ósáttur við brottvísunina. Hann sagðist vera alsaklaus. Heiðar var nýfarinn af velli þegar Norwich skoraði sigurmark leiksins. Chelsea lenti í basli gegn Wolves og mátti þakka fyrir að missa ekki mann af velli í fyrri hálfleik. Lampard fékk gult spjald fyrir skrautlega tæklingu og Ashley Cole hefði hæglega getað fokið af velli með tvö gul en slapp með skrekkinn. Þess utan voru Úlfarnir að skapa sér betri færi. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins er Ramires kom Chelsea yfir með huggulega skoti í teignum. Fögnuður Chelsea-manna var táknrænn en nokkrir leikmenn liðsins söfnuðust saman og hlupu að stjóranum, Andre Villas-Boas. Miklar sögusagnir eru um ósætti í herbúðum Chelsea en leikmenn reyndu að slá á þær sögusagnir með þessum gjörningi. Ekki tóku þó allir leikmenn þátt í þessum fögnuði. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum nældu Úlfarnir í verðskuldað jöfnunarmark. Steven Ward skoraði þá með föstu skoti í teignum. Leikmenn Chelsea lögðu ekki árar í bát og Frank Lampard skoraði sigurmark leiksins einni mínútu fyrir leikslok. Sendi frá Cole í teiginn og Lampard framlengdi í netið.Úrslit dagsins:Aston Villa-Swansea 0-2 0-1 Nathan Dyer (5.), 0-2 Wayne Routledge (47.)Blackburn-Stoke 1-2 0-1 Peter Crouch (16.), 0-2 Peter Crouch (45.), 1-2 David Goodwillie (71.)QPR-Norwich 1-2 1-0 Joey Barton (11.), 1-1 Anthony Pilkington (41.), 1-2 Steve Morison (83.) Rautt spjald: Joey Barton, QPR (36.)Wolves-Chelsea 1-2 0-1 Ramires (54.), 1-1 Stephen Ward (85.), 1-2 Frank Lampard (89.) Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Chelsea vann í dag sinn fyrsta sigur í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea sótti þá Wolves heim og vann afar nauman sigur. Heiðar Helguson var eini Íslendingurinn sem lék í úrvalsdeildinni í dag. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Wolves og Gylfi Þór Sigurðsson er ekki kominn til Swansea. Heiðar var í byrjunarliði QPR gegn Norwich. Þar var hinn nýbakaði faðir Joey Barton í aðalhlutverki. Hann skoraði fyrsta mark leiksins en fékk svo rautt spjald skömmu síðar fyrir að skalla leikmann Norwich. Sjónvarpsupptökur af atvikinu voru ekki mjög góðar en Barton var afar ósáttur við brottvísunina. Hann sagðist vera alsaklaus. Heiðar var nýfarinn af velli þegar Norwich skoraði sigurmark leiksins. Chelsea lenti í basli gegn Wolves og mátti þakka fyrir að missa ekki mann af velli í fyrri hálfleik. Lampard fékk gult spjald fyrir skrautlega tæklingu og Ashley Cole hefði hæglega getað fokið af velli með tvö gul en slapp með skrekkinn. Þess utan voru Úlfarnir að skapa sér betri færi. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins er Ramires kom Chelsea yfir með huggulega skoti í teignum. Fögnuður Chelsea-manna var táknrænn en nokkrir leikmenn liðsins söfnuðust saman og hlupu að stjóranum, Andre Villas-Boas. Miklar sögusagnir eru um ósætti í herbúðum Chelsea en leikmenn reyndu að slá á þær sögusagnir með þessum gjörningi. Ekki tóku þó allir leikmenn þátt í þessum fögnuði. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum nældu Úlfarnir í verðskuldað jöfnunarmark. Steven Ward skoraði þá með föstu skoti í teignum. Leikmenn Chelsea lögðu ekki árar í bát og Frank Lampard skoraði sigurmark leiksins einni mínútu fyrir leikslok. Sendi frá Cole í teiginn og Lampard framlengdi í netið.Úrslit dagsins:Aston Villa-Swansea 0-2 0-1 Nathan Dyer (5.), 0-2 Wayne Routledge (47.)Blackburn-Stoke 1-2 0-1 Peter Crouch (16.), 0-2 Peter Crouch (45.), 1-2 David Goodwillie (71.)QPR-Norwich 1-2 1-0 Joey Barton (11.), 1-1 Anthony Pilkington (41.), 1-2 Steve Morison (83.) Rautt spjald: Joey Barton, QPR (36.)Wolves-Chelsea 1-2 0-1 Ramires (54.), 1-1 Stephen Ward (85.), 1-2 Frank Lampard (89.)
Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira