Enski boltinn

Ferguson um Rooney: Pressan telur sig hafa fundið nýjan Gazza

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ferguson og Rooney.
Ferguson og Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur sagt það við Wayne Rooney að hann þurfti að venja sig við það að vera uppsláttarefni í enskum fjölmiðlum líkt og hinn eini sanni Paul Gascoigne var á sínum tíma.

Wayne Rooney skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Manchester United á Manchester City í enska bikarnum í gær en helgin byrjaði á því að enska blaðið The Independant sló því upp að United væri til í að selja hann.

„Það eru engin vandamál með Wayne Rooney. Við heyrum ítrekað svona sögusagnir og Wayne verður að átta sig á því að enska pressan telur sig hafa fundið nýjan Paul Gascoigne," sagði Sir Alex Ferguson.

„Rooney er fyrirsagnamaður hvort sem það er vegna góðra eða slæmra frétta. Wayne verður bara að þola það. Við sáum það góða frá hjá honum í City-leiknum en pressan er einnig mjög upptekin af göllunum. Svona eru þeir bara," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×