Sextán íslensk mörk í Evrópuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2012 07:00 Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði þrennu um helgina og er búinn að skora sjö mörk í síðustu fimm leikjum Norrköping. Mynd/AFP Þetta var flott helgi fyrir íslenska knattspyrnumenn og -konur í Evrópu því tólf þeirra voru á skotskónum með liðum sínum og skoruðu saman sextán mörk. Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck fylgdist væntanlega vel með gangi mála og það verður samkeppni um landsliðsstöðurnar fyrir næstu verkefni. Það má heldur ekki gleyma því að Kolbeinn Sigþórsson er meiddur og Aron Jóhannsson, markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar, gat heldur ekki spilað með AGF um helgina. Kolbeinn skoraði í eina leik sínum með Ajax á tímabilinu og Aron er búinn að skora 12 mörk í 13 leikjum í dönsku deildinni. Sextán mörk á tímabilinuGunnar Heiðar Þorvaldsson skorað þrennu þegar Norrköping vann 4-0 útisigur á Sundsvall. Hann er nú kominn með 16 mörk í 27 deildarleikjum á tímabilinu og er annar markahæsti maður sænsku úrvalsdeildarinnar. Ganamaðurinn Abdul Waris er markahæstur og það eru ekki miklar líkur á því að Gunnar Heiðar nái því að vinna upp sex marka forskot hans í síðustu tveimur umferðunum þrátt fyrir að okkar maður sé búinn að skora 7 mörk í síðustu 5 leikjum. Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar Heerenveen tapaði 3-6 á móti Heracles. Alfreð hefur skorað átta mörk í átta fyrstu deildarleikjum sínum með Heerenveen-liðinu og alls tólf mörk í níu leikjum í öllum keppnum í hollenska boltanum. Jóhann Berg Guðmundsson var hetja AZ Alkmaar þegar hann skoraði sigurmark liðsins tveimur mínútum fyrir leikslok í 2-1 útisigri á Vitesse. Þetta var fyrsta mark hans á tímabilinu. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti frábæran leik þegar Sandnes Ulf vann 5-1 sigur á Fredrikstad í norsku úrvalsdeildinni. Steinþór skoraði fimmta og síðasta mark síns liðs en hafði áður gefið tvær stoðsendingar og fiskað tvö víti sem gáfu mörk. Hann kom því að öllum fimm mörkum liðsins og hefur alls átt þátt í 13 af 16 mörkum Sandnes-liðsins í síðustu níu leikjum. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði mark Cercle Brugge í 1-2 tapi á móti Standard Liège á föstudagskvöldið en Eiður Smári hefur skorað í þremur fyrstu leikjum sínum með Cercle. Öflugir varamennAron Einar Gunnarsson kom inn á sem varamaður hjá Cardiff City og skoraði síðasta mark liðsins í 4-0 sigri á Burnley en aðeins fjórum dögum áður hafði hann tryggt liðinu 2-1 sigur á Watford í uppbótartíma nokkrum mínútum eftir að honum var skipt inn á. Eyjólfur Héðinsson var hetja sinna manna í SönderjyskE þegar hann skoraði sigurmark í uppbótartíma þegar liðið vann 2-1 útisigur á Esbjerg. Eyjólfur kom inn á sem varamaður 20 mínútum fyrr en hann var þarna að leika sinn fyrsta leik síðan í ágúst. Hannes Þ. Sigurðsson tryggði Atyrau 1-1 jafntefli á móti Ordasaby á útivelli í lokaumferðinni í deildinni í Kasakstan. Þá má ekki gleyma Stefáni Gíslasyni sem setti punktinn yfir i-ið þegar Oud-Heverlee Leuven vann 3-1 útisigur á Beerschot. OH Leuven er nú búið að vinna fjóra leiki í röð með markatölunni 16-4 og Stefán hefur skorað tvö mörk og lagt upp eitt í þessari sigurgöngu. Stelpurnar skoruðu líkaStelpurnar voru líka á skotskónum því landsliðskonurnar Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Kristianstad og Katrín Jónsdóttir hjá Djurgården skoruðu báðar í markaleik milli sinna liða í sænsku kvennadeildinni og Margrét Lára lagði einnig upp mark til viðbótar. Margrét Lára hefur nú skorað í sex af síðustu átta leikjum sínum með Kristianstad og íslenska landsliðinu en Katrín var að skora sitt fyrsta mark í sænsku deildinni. Kristín Ýr Bjarnadóttir kórónaði frábært tímabil í norsku b-deildinni með því að skora tvö mörk í 2-1 sigri í lokaumferðinni. Kristín Ýr skoraði alls 24 mörk í 22 leikjum á tímabilinu en Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki spilað vegna meiðsla en hún var markahæst í deildinni með 25 mörk. ooj@frettabladid.is Fótbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Sjá meira
Þetta var flott helgi fyrir íslenska knattspyrnumenn og -konur í Evrópu því tólf þeirra voru á skotskónum með liðum sínum og skoruðu saman sextán mörk. Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck fylgdist væntanlega vel með gangi mála og það verður samkeppni um landsliðsstöðurnar fyrir næstu verkefni. Það má heldur ekki gleyma því að Kolbeinn Sigþórsson er meiddur og Aron Jóhannsson, markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar, gat heldur ekki spilað með AGF um helgina. Kolbeinn skoraði í eina leik sínum með Ajax á tímabilinu og Aron er búinn að skora 12 mörk í 13 leikjum í dönsku deildinni. Sextán mörk á tímabilinuGunnar Heiðar Þorvaldsson skorað þrennu þegar Norrköping vann 4-0 útisigur á Sundsvall. Hann er nú kominn með 16 mörk í 27 deildarleikjum á tímabilinu og er annar markahæsti maður sænsku úrvalsdeildarinnar. Ganamaðurinn Abdul Waris er markahæstur og það eru ekki miklar líkur á því að Gunnar Heiðar nái því að vinna upp sex marka forskot hans í síðustu tveimur umferðunum þrátt fyrir að okkar maður sé búinn að skora 7 mörk í síðustu 5 leikjum. Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar Heerenveen tapaði 3-6 á móti Heracles. Alfreð hefur skorað átta mörk í átta fyrstu deildarleikjum sínum með Heerenveen-liðinu og alls tólf mörk í níu leikjum í öllum keppnum í hollenska boltanum. Jóhann Berg Guðmundsson var hetja AZ Alkmaar þegar hann skoraði sigurmark liðsins tveimur mínútum fyrir leikslok í 2-1 útisigri á Vitesse. Þetta var fyrsta mark hans á tímabilinu. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti frábæran leik þegar Sandnes Ulf vann 5-1 sigur á Fredrikstad í norsku úrvalsdeildinni. Steinþór skoraði fimmta og síðasta mark síns liðs en hafði áður gefið tvær stoðsendingar og fiskað tvö víti sem gáfu mörk. Hann kom því að öllum fimm mörkum liðsins og hefur alls átt þátt í 13 af 16 mörkum Sandnes-liðsins í síðustu níu leikjum. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði mark Cercle Brugge í 1-2 tapi á móti Standard Liège á föstudagskvöldið en Eiður Smári hefur skorað í þremur fyrstu leikjum sínum með Cercle. Öflugir varamennAron Einar Gunnarsson kom inn á sem varamaður hjá Cardiff City og skoraði síðasta mark liðsins í 4-0 sigri á Burnley en aðeins fjórum dögum áður hafði hann tryggt liðinu 2-1 sigur á Watford í uppbótartíma nokkrum mínútum eftir að honum var skipt inn á. Eyjólfur Héðinsson var hetja sinna manna í SönderjyskE þegar hann skoraði sigurmark í uppbótartíma þegar liðið vann 2-1 útisigur á Esbjerg. Eyjólfur kom inn á sem varamaður 20 mínútum fyrr en hann var þarna að leika sinn fyrsta leik síðan í ágúst. Hannes Þ. Sigurðsson tryggði Atyrau 1-1 jafntefli á móti Ordasaby á útivelli í lokaumferðinni í deildinni í Kasakstan. Þá má ekki gleyma Stefáni Gíslasyni sem setti punktinn yfir i-ið þegar Oud-Heverlee Leuven vann 3-1 útisigur á Beerschot. OH Leuven er nú búið að vinna fjóra leiki í röð með markatölunni 16-4 og Stefán hefur skorað tvö mörk og lagt upp eitt í þessari sigurgöngu. Stelpurnar skoruðu líkaStelpurnar voru líka á skotskónum því landsliðskonurnar Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Kristianstad og Katrín Jónsdóttir hjá Djurgården skoruðu báðar í markaleik milli sinna liða í sænsku kvennadeildinni og Margrét Lára lagði einnig upp mark til viðbótar. Margrét Lára hefur nú skorað í sex af síðustu átta leikjum sínum með Kristianstad og íslenska landsliðinu en Katrín var að skora sitt fyrsta mark í sænsku deildinni. Kristín Ýr Bjarnadóttir kórónaði frábært tímabil í norsku b-deildinni með því að skora tvö mörk í 2-1 sigri í lokaumferðinni. Kristín Ýr skoraði alls 24 mörk í 22 leikjum á tímabilinu en Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki spilað vegna meiðsla en hún var markahæst í deildinni með 25 mörk. ooj@frettabladid.is
Fótbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu