Enski boltinn

Wilshere óttaðist að ferlinum væri lokið

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur greint frá því að miðjumaðurinn Jack Wilshere hafi á tímabili óttast að ferli hans væri lokið.

Wilshere hefur verið utan vallar í 14 mánuði en snéri aftur á æfingasvæðið í gær. Hann lenti í mjög alvarlegum ökklameiðslum.

"Það reynir gríðarlega á andlegan styrk að vera svona ungur og lenda í þetta alvarlegum meiðslum. Strákurinn hefur staðið sig algjörlega frábærlega. Hann hefur tekið öllu mótlætinu með stæl," sagði Wenger.

"Ég neitaði að gefast upp á honum enda 19 ára strákur. Ég bjóst alltaf við því að hann myndi snúa til baka. Ég veit samt að hann efaðist sjálfur um tíma."

Wenger ætlar sér að fara varlega með strákinn og ekki hleypa honum of snemma af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×