Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði liði Avaldsnes 3-2 sigur á Altamuren í norsku B-deildinni í dag.
Kristín Ýr skoraði bæði mörkin með skalla eftir hornspyrnu en Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrsta mark Avaldsnes í leiknum og jafnaði þá metin, 1-1.
Þriðji Íslendingurinn, markvörðurinn Björk Björnsdóttir, spilaði einnig með liðinu í dag en þetta var fyrsti leikur tímabilsins hjá liðinu.
Íslendingarnir þrír gengu í raðir liðsins nú fyrir tímabilið.
Kristín Ýr hetja Avaldsnes
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið







„Það var engin taktík“
Fótbolti



Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn