Fótbolti

Ísland upp um tólf sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Nýr styrkleikalisti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsnis, var gefinn út í morgun. Ísland er í 118. sæti og fór upp um tólf sæti eftir sigurinn á Færeyjum í síðasta mánuði.

Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og því í fyrsta sinn sem liðið tekur stökk upp listann síðan hann tók við um síðustu áramót.

Ísland mætir Noregi á föstudagskvöldið og svo Kýpverjum ytra í næstu viku. Norðmenn eru í 34. sæti listans og féllu um níu sæti frá síðasta mánuði.

Kýpverjar eru hins vegar fyrir neðan Ísland á listnum. Liðið er í 135. sæti og fellur um tólf sæti frá síðasta lista.

Önnur lið í riðlinum eru Albanía (84. sæti), Slóvenía (24. sæti) og Sviss (20. sæti).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×